Vilji ná samningum fyrir 15. október

Boris Johnsson forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnsson forsætisráðherra Bretlands. AFP

Reiknað er með því að Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, til­kynni að ef viðskipta­samn­ing­ar ná­ist ekki milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir 15. októ­ber ættu báðir aðilar að „sætta sig við það og halda áfram“.

BBC grein­ir frá þessu.

Lokakafl­inn í samn­ingaviðræðum Breta við Evr­ópu­sam­bandið er að hefjast, en Bret­land gekk úr sam­band­inu í janú­ar 2020. Hið svo­kallaða aðlög­un­ar­tíma­bil stend­ur nú yfir og lýk­ur hinn 31. janú­ar 2021.

Báðir aðilar hafa náð sátt­um um út­göngu­samn­ing Breta, en grein­ir enn á um skil­mála viðskipta­samn­inga milli Bret­lands og ESB, og standa samn­ingaviðræður nú yfir.

Dav­id Forst, sem fer fyr­ir samn­inga­nefnd Breta, sagði fyrr í dag að Bret­ar væru ekki „hrædd­ir” við að ganga frá samn­inga­borðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka