50 manna samkomubann í Kaupmannahöfn

Grímuskylda er í almenningssamgöngum í Danmörku.
Grímuskylda er í almenningssamgöngum í Danmörku. AFP

Rík­is­stjórn Dan­merk­ur til­kynnti í morg­un hert­ar sam­komutak­mark­an­ir í Kaup­manna­höfn, 16 öðrum sveit­ar­fé­lög­um á stór­höfuðborg­ar­svæðinu og Óðinsvé­um.

Meðal helstu breyt­inga eru að sam­komu­bann miðast nú við 50 manns í stað 100. Þá verður skemmtistöðum ekki heim­ilt að hafa opið leng­ur en til miðnætt­is. Síðustu vik­ur hafa þeir mátt halda opnu til klukk­an tvö á nótt­unni, en þó með þeim tak­mörk­un­um að eng­ir nýir gest­ir eru vel­komn­ir eft­ir klukk­an 23.

Breyt­ing­un­um er ætlað að stemma stigu við fjölg­un kór­ónu­veiru­smita á þétt­býl­ustu svæðum lands­ins síðustu vik­ur. Ný­gengi smita, fjöldi smita á hverja 100.000 íbúa síðustu 14 daga, mæl­ist nú 24,5 í Dan­mörku sam­an­borið við 12,5 á Íslandi (að landa­mær­um und­an­skild­um). Verst er ástandið á helstu þétt­býl­is­stöðum, svo sem Kaup­manna­höfn, þar sem ný­gengið er um 40.

Magn­us Heunicke, heil­brigðisráðherra Dan­merk­ur, sagði á blaðamanna­fundi í morg­un að staða far­ald­urs­ins hefði ekki verið al­var­legri frá því í vor. Ráðherr­ann hafði sér­stak­lega orð á því hve margt ungt fólk væri meðal hinna nýsmituðu og beindi þeim til­mæl­um til ungs fólks að tak­marka sam­skipti. Þá hvatti hann til þess að viðburðum á veg­um nem­enda­fé­laga á öll­um skóla­stig­um yrði af­lýst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert