Bandarískur hermaður sem myrti transkonu náðaður

Joseph Scott Pemberton í fylgd lögreglunnar árið 2015.
Joseph Scott Pemberton í fylgd lögreglunnar árið 2015. AFP

Rodrigo Duterte, for­seti Fil­ipps­eyja, hef­ur náðað liðsmann banda­ríska sjó­hers­ins sem var dæmd­ur fyr­ir að myrða trans­konu.

Joseph Scott Pem­bert­on hef­ur verið í fang­elsi síðan í októ­ber 2014 fyr­ir að hafa drepið Jenni­fer Lau­de, sem hann hitti á bar er hann var í fríi frá heræf­ing­um í borg­inni Olonga­po.

Í síðustu viku úr­sk­urðaði dóm­stóll að Pem­bert­on gæti losnað fyrr úr fang­elsi vegna góðrar hegðunar. Náðun Dutertes þýðir að Pem­bert­on er núna laus allra mála þrátt fyr­ir að hafa aðeins afplánað helm­ing af tíu ára dómn­um sem hann hlaut.

Lögmaður fjöl­skyldu Lau­de for­dæmdi ákvörðun­ina og sagði að með henni væri dóms­kerfi lands­ins gert að at­hlægi.

Þeir sem eru mót­falln­ir veru banda­rískra her­manna á Fil­ipps­eyj­um hafa einnig mót­mælt ákvörðun Dutertes.

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte, for­seti Fil­ipps­eyja. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert