„Eins og þriðja heims ríki“

00:00
00:00

Hundruð vopnaðra stuðnings­manna Trumps Banda­ríkja­for­seta mynduðu bíla­lest í út­hverfi Port­land í Or­egon­ríki í kvöld. Mik­il mót­mæli hafa staðið yfir í borg­inni í um 100 daga eða allt frá því að Geor­ge Floyd var myrt­ur af lög­reglu­mönn­um í Minn­ea­pol­is í Minnesota­ríki í maí síðastliðnum.

Mót­mæl­in eru sögð friðsam­leg að mestu leyti þótt mik­ill hiti sé á meðal þeirra sem mót­mæla lög­reglu­of­beldi, lög­regl­unn­ar sjálfr­ar og öfga­hægrimanna sem styðja marg­ir hverj­ir Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta. Trump hef­ur sagt að umsát­urs­ástand sé í Port­land og þar fremji óþjóðalýður hryðju­verk á inn­lendri grundu.

Mótmæli hafa nú staðið yfir í Portland í yfir 100 …
Mót­mæli hafa nú staðið yfir í Port­land í yfir 100 daga, eða síðan Geor­ge Floyd var myrt­ur af lög­reglu­yf­ir­völd­um í Minn­ea­pol­is í maí. AFP

Það sem af er mót­mæl­un­um hafa að minnsta kosti tveir látið lífið. Fyrst þegar stuðnings­maður Trumps var skot­inn til bana af mót­mæl­anda úr röðum Antifa-sam­tak­anna og svo þegar sá maður féll í skot­b­ar­daga við lög­reglu, en lög­regla kom að heim­ili manns­ins og ætlaði að færa hann í varðhald, grunaðan um morð.

Lög­reglu­of­beldi enn mót­mælt

Mót­mæl­end­ur vestra, sem mót­mæla lög­reglu­of­beldi í garð svartra, virðast ekk­ert ætla að gefa eft­ir þrátt fyr­ir mót­spyrnu stuðnings­manna Trumps. Í kjöl­far dauða Geor­ge Floyds hafa mót­mæli geisað um nær öll Banda­rík­in en lík­lega hafa þau verið einna mest í Port­land. Í Port­land búa um 650 þúsund manns og eru 70% þeirra hvít og hafa mót­mæla­fund­ir farið þar fram á nær hverju kvöldi síðan í maí.

Stuðningsmenn Trump vildu með atvikinu sýna samstöðu gegn mótmælendum í …
Stuðnings­menn Trump vildu með at­vik­inu sýna sam­stöðu gegn mót­mæl­end­um í Port­land sem mót­mæla lög­reglu­of­beldi í garð svartra. AFP

„Port­land er eins og þriðja heims ríki eins og sjá má á öllu veggjakrot­inu, íkveikj­un­um og grip­deild­um mót­mæl­enda. Þetta er að ger­ast í borg­um um öll Banda­rík­in,“ er haft eft­ir Carol Williams, elli­líf­eyr­isþega sem sinn­ir sjálf­boðastarfi fyr­ir Re­públi­kana­flokk­inn, í frétt AFP.

Vax­andi spenna

Líkt og áður sagði mynduðu stuðnings­menn Trumps bíla­lest sem keyrði í gegn­um út­hverfi Port­land. Bíl­arn­ir voru skreytt­ir með borða með nafni Trumps og mynd­um af for­set­an­um sem og banda­ríska fán­an­um og öðrum slag­orðum til stuðnings Trump og Re­públi­kana­flokkn­um. Aðeins eru um tæp­ir tveir mánuðir þar til Banda­ríkja­menn kjósa sér for­seta og stend­ur valið milli Trumps og Joes Bidens, fyrr­ver­andi vara­for­seta í tíð Baracks Obama.

Mótmælendur í Portland hafa fengið sig fullsadda af lögregluofbeldi í …
Mót­mæl­end­ur í Port­land hafa fengið sig fullsadda af lög­reglu­of­beldi í garð svartra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert