Flestir búa hjá foreldrum sínum

Alls bjuggu 26,6 ungir Bandaríkjamenn heima í foreldrahúsum í júlí …
Alls bjuggu 26,6 ungir Bandaríkjamenn heima í foreldrahúsum í júlí og fjölgar þeim um 2,6 milljónir frá því í febrúar. AFP

Fjöldi ungra Banda­ríkja­manna, 18-29 ára, sem búa heima hjá for­eldr­um sín­um, nær sögu­leg­um hæðum og er kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn tal­inn lík­leg ástæða þess, sam­kvæmt nýrri rann­sókn sem fjallað er um á vef CNN.

Þar seg­ir að 52% þessa ald­urs­hóps hafi búið heima hjá for­eldri eða for­eldr­um í júlí. Um sé að ræða hæsta hlut­fall síðan mæl­ing­ar hóf­ust.

Áður mæld­ust 48% ungra Banda­ríkja­manna heima með for­eldr­um sín­um árið 1940; skömmu eft­ir krepp­una miklu. Talið er að enn fleiri hafi búið í for­eldra­hús­um í krepp­unni sjálfri en eng­in gögn eru til að staðfesta það.

Alls bjuggu 26,6 ung­ir Banda­ríkja­menn í for­eldra­hús­um í júlí og fjölg­ar þeim um 2,6 millj­ón­ir frá því í fe­brú­ar.

Fram kem­ur að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hafi komið illa efna­hags­lega við ungt fólk, sér­stak­lega fólk á aldr­in­um 18-24 ára.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert