Fjöldi ungra Bandaríkjamanna, 18-29 ára, sem búa heima hjá foreldrum sínum, nær sögulegum hæðum og er kórónuveirufaraldurinn talinn líkleg ástæða þess, samkvæmt nýrri rannsókn sem fjallað er um á vef CNN.
Þar segir að 52% þessa aldurshóps hafi búið heima hjá foreldri eða foreldrum í júlí. Um sé að ræða hæsta hlutfall síðan mælingar hófust.
Áður mældust 48% ungra Bandaríkjamanna heima með foreldrum sínum árið 1940; skömmu eftir kreppuna miklu. Talið er að enn fleiri hafi búið í foreldrahúsum í kreppunni sjálfri en engin gögn eru til að staðfesta það.
Alls bjuggu 26,6 ungir Bandaríkjamenn í foreldrahúsum í júlí og fjölgar þeim um 2,6 milljónir frá því í febrúar.