Navalní kominn úr dái

Alexei Navalní.
Alexei Navalní. AFP

Al­ex­ei Navalní, leiðtogi rúss­nesku stjórn­ar­and­stöðunn­ar, er kom­inn úr lyfja­dái og verið er að venja hann af önd­un­ar­vél.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sjúkra­húss­ins Cha­rite í Berlín. Þangað var Navalní flutt­ur frá Rússlandi og segja þýsk­ir lækn­ar að eitrað hafi verið fyr­ir hon­um.

Í yf­ir­lýs­ing­unni kem­ur fram að Navalní, sem er 44 ára, sé á bata­vegi. Of snemmt er að segja til um lang­tíma­áhrif­in af völd­um eitr­un­ar­inn­ar.

Navalní veikt­ist um borð í flug­vél í Síberíu í síðasta mánuði. Þýska rík­is­stjórn­in sagði í síðustu viku að „ótví­ræð sönn­un­ar­gögn“ sýndu að Navalní hafi verið byrlað tauga­eitrið novichok.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, krafðist í fram­hald­inu svara frá Rúss­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert