Réttarhöld yfir Assange hefjast á nýjan leik

Stella Morris, til hægri, barnsmóðir og maki Assange.
Stella Morris, til hægri, barnsmóðir og maki Assange. AFP

Stuðningsmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, hópuðust fyrir utan dómsal í London í morgun þar sem þess var krafðist að hann yrði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld yfir Assange hófust að nýju í morgun þar sem tekist er á um hvort hann yrði framseldur.

Vestanhafs gæti hinn 49 ára gamli Assange átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi vegna birtingar gagna er varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak. 

Framsals­beiðni Bandaríkjamanna bygg­ist á því að Assange sé grunaður um njósn­ir í Banda­ríkj­un­um. Hann er ákærður fyr­ir að brjóta gegn njósna­lög­gjöf Banda­ríkj­anna vegna birt­ing­ar á leyni­leg­um hernaðar- og stjórn­sýslu­gögn­um er varða þjóðarör­yggi.

Gögn­in vörpuðu ljósi á aðgerðir Banda­ríkja­manna í Af­gan­ist­an og Írak og ­ljóstruðu meðal ann­ars upp um árás­ir Banda­ríkja­hers á sak­lausa borg­ara. Banda­rísk yf­ir­völd telja að Assange hafi vís­vit­andi stofnað lífi fjölda fólks, meðal ann­ars blaðamanna og aðgerðasinna, í hættu með dreif­ingu þeirra gagna sem hann komst yfir.

AFP

Maki Assange og barnsmóðir, Stella Moris, hefur lýst því yfir að með því að framselja Assange séu Bretar að dæma hann til dauða.

Assange hefur verið í haldi í fangelsi í London frá því hann var handtekinn í sendiráði Ekvadors í fyrra. Réttarhöld yfir honum hófust í febrúar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert