Aðeins sex mega koma saman á Englandi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að ávarpa þjóð …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að ávarpa þjóð sína á morgun. AFP

Miðað verður við að ein­ung­is sex megi koma sam­an á Englandi frá og með 14. sept­em­ber næst­kom­andi. Þetta mun þó ekki gilda um skólastarf, vinnustaði, út­far­ir eða brúðkaup þar sem sér­stak­lega er gætt að sótt­vörn­um.

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, mun veita nán­ari upp­lýs­ing­ar um þess­ar nýju tak­mark­an­ir á blaðamanna­fundi á morg­un. BBC grein­ir frá.

Til­fell­um kór­ónu­veirunn­ar hef­ur fjölgað hratt síðustu daga í Bretlandi og hafa um 2.500 ný smit greinst það sem af er degi. Síðan á sunnu­dag hafa rúm­lega 8.000 greinst í Bretlandi.

Hvað varðar heima­stjórn­ir í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þá hafa þær heim­ild til þess að ákv­arða eig­in sótt­varn­aráðstaf­an­ir. Enn sem komið er gild­ir nýja sam­komu­bannið því aðeins á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert