„Ef Hvíta-Rússland fellur verður Rússland næst“

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands.
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands. AFP

Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, sagði í dag að þjóðfé­lags­skipu­lag Rúss­lands myndi falla ef hann sjálf­ur stigi til hliðar í um­fangs­mikl­um mót­mæl­um í Hvíta-Rússlandi. 

„Veistu hvaða niður­stöðu við höf­um kom­ist að um rúss­neskt stjórn­kerfi og stjórn­völd? Ef Hvíta-Rúss­land fell­ur verður Rúss­land næst,“ sagði for­set­inn við rúss­neska fjöl­miðla. 

Mót­mæl­end­ur hafa komið sam­an, þá helst á sunnu­dög­um, frá því að Lúka­sj­en­kó var end­ur­kjör­inn í ág­úst. Mót­mæl­end­ur og stjórn­ar­andstaðan í Hvíta-Rússlandi hafa sakað for­set­ann um um­fangs­mikið kosn­inga­s­vindl og krefjast af­sagn­ar hans. 

Fjöldi áber­andi stjórn­ar­and­stæðinga hef­ur flúið landið, en mót­mæl­end­ur og mann­rétt­inda­frömuðir hafa sakað lög­reglu um að beita friðsama mót­mæl­end­ur ít­rekað of­beldi. 

Fram kem­ur á BBC að Lúka­sj­en­kó hafi í dag viður­kennt að ef til vill hafi hann verið við stjórn­völ­inn of lengi. Hann sé þó ekki á för­um und­ir þess­um kring­um­stæðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert