Eitt af hverjum átta dauðsföllum tengist mengun

Mengun í San Francisco í Bandaríkjunum.
Mengun í San Francisco í Bandaríkjunum. AFP

Eitt af hverj­um átta dauðsföll­um í Evr­ópu má rekja til meng­un­ar, sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skýrslu frá EEA, Um­hverf­is­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þætt­ir á borð við loft- og hávaðameng­un, ásamt menguðu vatni og eit­ur­efn­um, áttu þátt í þrett­án pró­sent­um allra dauðsfalla, að því er BBC greindi frá.  

Í skýrsl­unni kem­ur fram að fá­tæk­ari sam­fé­lög og fólk í viðkvæmri stöðu lenda verst í meng­un­inni.

„Það þarf að grípa til harðra aðgerða til að vernda þá sem eru viðkvæm­ast­ir,“ sagði stofn­un­in.

„Það eru greini­leg tengsl á milli ástands­ins í um­hverf­inu og heilsu fólks,“ sagði Virg­inijus Sin­kevicius, for­stjóri EEA.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að 630 þúsund dauðsföll í ríkj­um ESB mátti rekja til um­hverf­isþátta árið 2012, en ekki er til­bú­in töl­fræði fyr­ir árin sem koma þar á eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert