Eitt af hverjum átta dauðsföllum í Evrópu má rekja til mengunar, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu frá EEA, Umhverfisstofnun Evrópusambandsins.
Þættir á borð við loft- og hávaðamengun, ásamt menguðu vatni og eiturefnum, áttu þátt í þrettán prósentum allra dauðsfalla, að því er BBC greindi frá.
Í skýrslunni kemur fram að fátækari samfélög og fólk í viðkvæmri stöðu lenda verst í menguninni.
„Það þarf að grípa til harðra aðgerða til að vernda þá sem eru viðkvæmastir,“ sagði stofnunin.
„Það eru greinileg tengsl á milli ástandsins í umhverfinu og heilsu fólks,“ sagði Virginijus Sinkevicius, forstjóri EEA.
Fram kemur í skýrslunni að 630 þúsund dauðsföll í ríkjum ESB mátti rekja til umhverfisþátta árið 2012, en ekki er tilbúin tölfræði fyrir árin sem koma þar á eftir.