Hættur við að streyma frá eigin dánarstund

Alain Cocq í sjúkrarúmi sínu í ágúst.
Alain Cocq í sjúkrarúmi sínu í ágúst. AFP

Alain Cocq, dauðvona maður sem á dög­un­um til­kynnti að hann ætlaði að streyma eig­in dán­ar­stund á Face­book, hef­ur þegið líkn­andi meðferð á sjúkra­húsi í borg­inni Dijon í Frakklandi. Cocq hugðist hætta að borða og drekka til þess að geta streymt frá eig­in dán­ar­stund á Face­book. For­svars­menn Face­book til­kynntu síðar að út­send­ing yrði stöðvuð ef af henni yrði.

Fyrr í sum­ar hafði Cocq sam­band við Emm­anu­el Macron Frakk­lands­dor­seta og fór þess á leit við hann að hann end­ur­skoðaði lög um dán­araðstoð. Macron varð ekki við ósk hans og sagði í bréfi sem hann sendi Cocq að hann væri ekki yfir fransk­an laga­bók­staf haf­inn, hann gæti ekki bara breytt lög­um sis­vona, áður en hann óskaði Cocq velfarnaðar.

Talsmaður Cocqs, lög­fræðing­ur­inn Sophie Me­dje­berg, sagði í sam­tali við AFP að eina ósk Cocqs væri að dán­ar­stund hans yrði sárs­auka­laus.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert