Handtekin á landamærunum

Maria Kolesnikova.
Maria Kolesnikova. AFP

Maria Ko­lesni­kova, sem hef­ur verið framar­lega í stjórn­ar­and­stöðunni í Hvíta-Rússlandi, var hand­tek­in þar sem hún reyndi að kom­ast yfir landa­mæri Úkraínu. 

Talsmaður landa­mæra­vörslu Hvíta-Rúss­lands grein­ir frá þessu en Ko­lesni­kova var hand­tek­in er hún reyndi að kom­ast yfir landa­mær­in í nótt ásamt tveim­ur öðrum úr Sam­hæf­ing­ar­ráðinu, sam­tök­um stjórn­ar­and­stæðinga.

Auk henn­ar voru Ant­on Rodn­en­kov og Ivan Kra­vt­sov með í för en þeim tveim­ur tókst að kom­ast yfir landa­mær­in. Það hef­ur verið staðfest af sendi­ráði Úkraínu í Minsk. Þre­menn­ing­arn­ir hurfu í gær. Ko­lesni­kova er í haldi í tengsl­um við rann­sókn máls­ins sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá stjórn­völd­um.

Sam­hæf­ing­ar­ráðið hef­ur verið sakað um að hafa ætlað að ræna völd­um í Hvíta-Rússlandi en fé­lag­ar þess segja að því hafi verið komið á til að tryggja friðsam­lega breyt­ingu á stjórn lands­ins. Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, var end­ur­kjör­inn for­seti lands­ins í síðasta mánuði og seg­ir yfir­kjör­stjórn að hann hafi fengið 80% at­kvæða. Stjórn­ar­andstaðan mót­mæl­ir því og seg­ir að helsti and­stæðing­ur hans, Svetl­ana Tik­hanovskaja, hafi farið með sig­ur af hólmi í kosn­ing­un­um. 

Stjórn­völd í Bretlandi og Þýskalandi kröfðust þess að fá upp­lýs­ing­ar um hvarf Ko­lesni­kova í gær og banda­menn henn­ar sögðu að henni hafi verið rænt úti á götu af svart­klædd­um mönn­um.

Ko­lesni­kova er sú eina af þrem­ur kon­um sem voru fram­varðarsveit fram­boðs Tik­hanovskaja sem er enn í Hvíta-Rússlandi. Tik­hanovskaja er í Lit­há­en á meðan Veronika Tsepkalo er í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka