Hringdu á lögreglu vegna leikfangabyssu

Isaiah Elliott safnar Nerf-leikfangabyssum.
Isaiah Elliott safnar Nerf-leikfangabyssum. Ljósmynd/Dani Elliott

Dani Elliott var í vinn­unni 27. ág­úst í Col­orado-ríki í Banda­ríkj­un­um þegar aðstoðarskóla­stjóri skól­ar son­ar henn­ar hringdi. Aðstoðarskóla­stjór­inn sagði að lög­reglu­menn væru á leiðinni heim til henn­ar vegna þess að 12 ára son­ur henn­ar hefði leikið sér með leik­fanga­byssu í fjar­kennslu. 

Elliott seg­ist hafa orðið skelkuð, sér­stak­lega af því að son­ur henn­ar er svart­ur. „Mér hafði aldrei dottið í hug að þú mætt­ir ekki leika þér með Nerf-byssu á eig­in heim­ili af því að ein­hver gæti litið á það sem ógn og sigað lög­regl­unni á þig,“ seg­ir Elliott í sam­tali við Washingt­on­Post. 

Leikfangabyssan sem Isaiah var með í fjarkennslunni.
Leik­fanga­byss­an sem Isaiah var með í fjar­kennsl­unni. Ljós­mynd/​Dani Elliott

Kom­inn á saka­skrá

Son­ur Elliott, Isaiah, fékk fimm daga brott­vís­un úr skól­an­um og er nú á saka­skrá hjá lög­regl­unni í El Paso-sýslu. Þá var at­vikið skráð á aga­skýrslu Isaiah í skól­an­um. 

Elliott gagn­rýn­ir skól­ann harðlega fyr­ir að hafa hringt á lög­regl­una, sér­stak­lega í ljósi mót­mæla gegn lög­reglu­of­beldi og kynþátta­for­dóm­um sem hafa staðið yfir í Banda­ríkj­un­um síðan í maí. 

„Í ljósi ástands­ins í sam­fé­lag­inu í dag, sér­stak­lega fyr­ir unga svarta Banda­ríkja­menn, að þú skul­ir hringja í lög­regl­una og segja að hann hafi byssu, þú stefn­ir lífi hans í hættu,“ seg­ir Elliott. 

Isaiah Elliott með foreldrum sínum.
Isaiah Elliott með for­eldr­um sín­um. Ljós­mynd/​Dani Elliott

Skelf­ingu lost­inn

At­vikið átti sér stað 27. ág­úst, þrem­ur dög­um eft­ir að kennsla hófst að nýju í skóla Isaiah. Elliott frétti fyrst af at­vik­inu þegar mynd­mennta­kenn­ari son­ar henni sendi henni tölvu­póst og upp­lýsti hana um að son­ur henn­ar, sem hef­ur verið greind­ur með ADHD, hafi verið utan við sig og leikið sér að byssu. Elliott full­vissaði kenn­ar­ann um að byss­an væri ein­ung­is leik­fang og að hún myndi ræða við son sinn, en mynd­mennta­kenn­ar­inn hafði þá þegar upp­lýst aðstoðarskóla­stjóra skól­ans um at­vikið og hann hringt á lög­regl­una. 

Þegar lög­regla mætti á heim­ili Elliott-fjöl­skyld­unn­ar sögðu lög­regluþjón­ar Isaiah, sem var að sögn móður hans skelf­ingu lost­inn, að ef hann hefði komið með leik­fangið í skól­ann hefði hann verið ákærður. 

For­eldr­ar Isaiah hafa sótt um skóla­vist í öðrum skóla. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert