Jarðskjálfti á Englandi

Frá kennslustofu á Englandi í morgun. Skjálftinn átti upptök sín …
Frá kennslustofu á Englandi í morgun. Skjálftinn átti upptök sín norður af bænum Leighton Buzzard í Bedfordskíri. AFP

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 varð á Englandi um klukk­an 9.45 í morg­un að staðar­tíma, eða klukk­an 8.45 að ís­lensk­um tíma.

Í um­fjöll­un BBC er hermt eft­ir Car­ly Jan Smith nokk­urri, sem bú­sett er í Dunsta­ble, að skjálft­inn hafi verið „mjög sterk­ur“ og hafi varað í um tvær sek­únd­ur. Skjálft­inn hafi skekið heim­ili henn­ar.

Breska jarðvís­inda­stofn­un­in seg­ir skjálft­ann hafa átt upp­tök sín norður af bæn­um Leig­ht­on Buzz­ard í Bed­ford­skíri.

„Aldrei fundið neitt þessu líkt“

Dr. Rich­ard Luckett, vís­indamaður við stofn­un­ina, seg­ir skjálft­ann mjög smá­an á heimsvísu, en nokkuð stór­an fyr­ir Bret­land.

„Við fáum um tvo svona á hverju ári, sem er sjald­gæft fyr­ir Bret­land,“ seg­ir Luckett.

Kar­en Curons, 56 ára bæj­ar­full­trúi í Leig­ht­on Buzz­ard, seg­ist hafa fundið fyr­ir skjálft­an­um.

„Við höf­um verið í Leig­ht­on Buzz­ard í 34 ár og ég hef aldrei fundið neitt þessu líkt.“

Lög­regl­an í Bed­ford­skíri seg­ir að ekki sé enn vitað til að nokk­ur hafi slasast eða að skemmd­ir hafi orðið á bygg­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka