Misvísandi myndband af Trump

AFP

Mis­vís­andi mynd­band af Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta hef­ur dreifst víða um netið en þar virðist hann standa ringlaður við hlið polls við Hvíta húsið. Einnig er mynd í dreif­ingu sem sýn­ir bát á botni stöðuvatns sem er prýdd­ur fána for­seta­her­ferðar Trumps en mynd­in er fölsuð. 

BBC grein­ir frá þessu.

Mynd­bandið sem um ræðir er tólf sek­úndna langt og sýn­ir for­set­ann ganga í burt frá frétta­mönn­um og í átt að polli við Hvíta húsið sem hann star­ir svo á. Mynd­bandið var birt á twitterþræði þar sem geðheilsa Trumps var dreg­in í efa og hann sagður týnd­ur. 

En klipp­an var tek­in úr sam­hengi, úr mynd­bandi sem var tekið upp í ág­úst í fyrra, og hef­ur fjöldi blaðamanna bent á það. 

Í upp­runa­lega mynd­band­inu sést Trump vara eig­in­konu sína, Mel­aniu, við því að stíga í poll­inn. Mis­vís­andi út­gáfa mynd­bands­ins hef­ur nú verið fjar­lægð af Twitter en um tvær millj­ón­ir manna höfðu séð mynd­bandið áður en það var fjar­lægt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert