Misvísandi myndband af Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur dreifst víða um netið en þar virðist hann standa ringlaður við hlið polls við Hvíta húsið. Einnig er mynd í dreifingu sem sýnir bát á botni stöðuvatns sem er prýddur fána forsetaherferðar Trumps en myndin er fölsuð.
Myndbandið sem um ræðir er tólf sekúndna langt og sýnir forsetann ganga í burt frá fréttamönnum og í átt að polli við Hvíta húsið sem hann starir svo á. Myndbandið var birt á twitterþræði þar sem geðheilsa Trumps var dregin í efa og hann sagður týndur.
En klippan var tekin úr samhengi, úr myndbandi sem var tekið upp í ágúst í fyrra, og hefur fjöldi blaðamanna bent á það.
Trending video of Trump walking around on the South Lawn and pointing to a puddle lacks context.
— Charlie Spiering (@charliespiering) September 7, 2020
Video is from August 2019 — He walks over to meet First Lady Melania Trump - points out the puddle so that she can avoid it and they walk to Marine One together
WATCH: pic.twitter.com/WN4cjkBeZJ
Í upprunalega myndbandinu sést Trump vara eiginkonu sína, Melaniu, við því að stíga í pollinn. Misvísandi útgáfa myndbandsins hefur nú verið fjarlægð af Twitter en um tvær milljónir manna höfðu séð myndbandið áður en það var fjarlægt.