Lögreglustjóri segir af sér í kjölfar dauða Daniels Prudes

La'Ron Singletary hefur sagt af sér sem lögreglustjóri Rochester.
La'Ron Singletary hefur sagt af sér sem lögreglustjóri Rochester. AFP

Lög­reglu­stjóri Rochester í New York-ríki hef­ur sagt af sér í kjöl­far mót­mæla vegna dauða Daniels Pru­des, svarts karl­manns sem lést í haldi lög­reglu í mars. 

Lovely War­ren, borg­ar­stjóri Rochester, til­kynnti á borg­ar­ráðsfundi í dag að lög­reglu­stjóri og aðstoðarlög­reglu­stjóri borg­ar­inn­ar hefðu báðir til­kynnt af­sögn sína. 

Pru­de lést á sjúkra­húsi í mars, viku eft­ir að lög­regluþjón­ar settu svo­kallaða hráka­hettu yfir höfuð hans og þvinguðu höfuð hans að göt­unni. Hett­an er hönnuð til að koma í veg fyr­ir að lög­regl­an fái yfir sig hráka þeirra sem eru í haldi. Hann átti við and­leg veik­indi að stríða og var stöðvaður af lög­reglu þar sem hann hljóp klæðlaus um í snjó­komu. 

AFP

Sjö lög­regluþjón­um hef­ur verið vikið frá störf­um vegna máls­ins. Rík­is­sak­sókn­ari New York, Le­titia James, til­kynnti á laug­ar­dag að rann­sókn myndi fara fram á dauða Pru­des, sem var 41 árs. 

La'Ron Singlet­ary, frá­far­andi lög­reglu­stjóri borg­ar­inn­ar, seg­ir um­fjöll­un um þær aðgerðir sem hann greip til í kjöl­far dauða Pru­des ranga og ekki byggða á staðreynd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert