Svæði á stærð við Vatnajökul brunnið

00:00
00:00

Yf­ir­völd í Kali­forn­íu­ríki standa nú í ströngu við að bjarga tug­um fjall­göngu­manna frá skógar­eld­un­um sem geisað hafa síðustu vik­ur. Loft­brú var mynduð með þyrlu til þess að koma fólk­inu í skjól.

Hita­met hafa fallið í Kali­forn­íu síðustu daga og er áætlað að um 14 þúsund slökkviliðsmenn glími við eld­ana sem upp hafa komið á 25 mis­mun­andi stöðum víðs veg­ar um ríkið. BBC grein­ir frá.

Fjall­göngu­fólkið sem bjargað var í dag hafði setið fast í tvær næt­ur og komst hvergi en horfið hafði verið frá fyrri björg­un­araðgerðum vegna reyk­meng­un­ar. Snemma í dag náðist svo að lenda þyrlu í námunda við fjall­göngu­fólkið og báru aðgerðirn­ar þá fyrst ár­ang­ur.

Eyðilegg­ing­in gríðarleg

Í skógar­eld­un­um sem nú geisa hef­ur svæði á stærð við Delawar­eríki brunnið líkt og sagt er í frétt BBC en það svæði er litlu minna en allt flat­ar­mál Vatna­jök­uls.

Haft er eft­ir Lynne Tol­machoff, tals­manni Skógar­eld­varna Kali­forn­íu­rík­is, að stofn­un­in hafi mikl­ar áhyggj­ur af sept­em­ber- og októ­ber­mánuði þegar vana­lega er mjög hlýtt, þurrt og vinda­samt. Kjöraðstæður fyr­ir skógar­elda.

Frétt BBC um málið.

Skógareldar hafa nú geisað í Kaliforníu í fleiri vikur. Útlit …
Skógar­eld­ar hafa nú geisað í Kali­forn­íu í fleiri vik­ur. Útlit er fyr­ir versn­andi ástand. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert