10.000 tilfelli í Frakklandi á 24 klukkustundum

Sýnataka vegna kórónuveirunnar í Frakklandi.
Sýnataka vegna kórónuveirunnar í Frakklandi. AFP

Tæp­lega 10.000 til­felli kór­ónu­veiru­smita voru staðfest í Frakklandi í gær. Um er að ræða mesta fjölda smita sem hef­ur greinst í Frakklandi síðan kór­ónu­veir­an fór að láta á sér bera. 

Heil­brigðis­yf­ir­völd greindu frá 9.843 nýj­um staðfest­um til­fell­um COVID-19 í dag. Fyrra smit­met var 900 smit­um lægra. Nú skoða frönsk stjórn­völd hvort nauðsyn­legt sé að herða enn frek­ar á sótt­varn­ar­ástöf­un­um þar í landi í þeim til­gangi að hefta út­breiðslu far­ald­urs­ins. 

Sjö­undi hæsti fjöldi greindra til­fella er í Frakklandi og hafa fleiri en 30.800 fallið frá vegna veirunn­ar þar. 

Fleiri þurfa á gjör­gæslu

Fjöldi þeirra sem þurfa á gjör­gæslumeðferð að halda hef­ur einnig farið vax­andi á síðustu dög­um. Þrátt fyr­ir að færri liggi á spít­ala nú en í apríl hafa heil­brigðis­yf­ir­völd áhyggj­ur af þróun mála. 

Á morg­un funda stjórn­völd um stöðuna og mögu­leg­ar aðgerðir sem gætu orðið harðar. Emm­anu­el Macron for­seti Frakk­lands seg­ir að fund­ur­inn muni gefa al­menn­ingi skýra hug­mynd um það sem bú­ast megi við á kom­andi vik­um. 

„Við þurf­um að vera eins skýr og hægt er. Við þurf­um að vera raun­sæ án þess að valda hræðslu.“

100.000 smit á Spáni á ein­um mánuði

Önnur evr­ópsk lönd hafa orðið vör við auk­inn fjölda smita und­an­farið. Þar má til að mynda nefna Bret­land, Ítal­íu og Spán. Síðast­nefnda landið varð í vik­unni fyrsta Evr­ópu­sam­bands­ríkið sem náði hálf­um millj­ón­um kór­ónu­veiru­smita. Þar hef­ur smit­um fjölgað um 100.000 á síðasta mánuði. 

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in hef­ur varað við því að far­ald­ur­inn gæti ná nýj­um hæðum í Evr­ópu í októ­ber og nóv­em­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert