Átta látnir í skógareldunum

Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna.
Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. AFP

Hið minnsta átta eru látn­ir í skógar­eld­un­um sem nú geisa á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Öll dauðsföll­in áttu sér stað í þrem­ur ríkj­um: Kali­forn­íu, Or­egon og Washingt­on, síðasta sól­ar­hring.

Viðbragðsaðilar segja þó að þar sem enn sé ómögu­legt að kom­ast að nokkr­um svæðum vegna eld­anna sé lík­legt að tala lát­inna hækki veru­lega á næstu dög­um.

Þúsund­ir hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna eld­anna og hafa minnst fimm bæir gjör­eyðilagst og að sögn rík­is­stjóra Or­egon gæti verið um að ræða skæðustu skógar­elda í sögu rík­is­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert