Berjast við mikinn eld í Beirút

Líbanskir slökkviliðsmenn í baráttu við eldinn í dag.
Líbanskir slökkviliðsmenn í baráttu við eldinn í dag. AFP

Mik­ill eld­ur geis­ar enn í höfn­inni í Beirút. Hef­ur hann vakið ótta á meðal margra þeirra Líb­ana sem enn glíma við af­leiðing­ar spreng­ing­ar­inn­ar sem lagði hafn­ar­svæðið í rúst í síðasta mánuði og greip með sér fleiri en 190 manns­líf.

Haitham, 33 ára hafn­ar­starfsmaður, seg­ir í sam­tali við AFP frá því hvernig hann flúði eld­inn af ótta við að verða hon­um að bráð.

Frá Beirút í dag. Rúmur mánuður er frá sprengingunni sem …
Frá Beirút í dag. Rúm­ur mánuður er frá spreng­ing­unni sem eyðilagði hafn­ar­svæðið. AFP
Þykkur reykjarmökkur liðast yfir borgina.
Þykk­ur reykjar­mökk­ur liðast yfir borg­ina. AFP

Byrjaði í ol­íugám­um

„Við vor­um að vinna þegar allt í einu kalla þeir á okk­ur að koma okk­ur út,“ seg­ir hann. „Það var logsuðuvinna í gangi ... og eld­ur braust út. Við vit­um ekki hvað gerðist. Við stukk­um frá öllu og byrjuðum að hlaupa. Þetta minnti okk­ur á spreng­ing­una.“

Hafn­ar­stjór­inn Bassem al-Kaissi seg­ir í sam­tali við líb­önsku sjón­varps­stöðina LBC að eld­ur­inn hafi átt upp­tök sín á svæði í höfn­inni þar sem inn­flytj­andi hafði valið að geyma gáma með matarol­íu og dekkj­um.

„Eld­ur­inn byrjaði í ol­íugámun­um áður en hann breidd­ist yfir í dekk­in. Þetta var annað hvort vegna hit­ans eða vegna mistaka. Það er of snemmt að segja.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert