Gatan eini staðurinn sem bíður þeirra

00:00
00:00

Grísk yf­ir­völd leita nú allra leiða til þess að koma þúsund­um flótta­manna í skjól eft­ir að Moria-flótta­manna­búðirn­ar brunnu til kaldra kola á eyj­unni Les­bos aðfar­arnótt miðviku­dags. Á milli 12 og 13 þúsund flótta­menn voru í Moria en búðirn­ar voru byggðar fyr­ir 2.800 manns á sín­um tíma. Allt í kring­um svæðið þar sem búðirn­ar voru mátti sjá sof­andi fólk í gær­kvöldi og í nótt. Fólk sem flúði eld­inn en var stöðvað á leið sinni til næstu bæja. Það var því ekk­ert annað í boði en að leggj­ast til hvílu á þjóðveg­in­um, bæði börn og full­orðnir. 

Flóttafólk kom sér fyrir á þjóðveginum við hafnarbæinn Mytilene í …
Flótta­fólk kom sér fyr­ir á þjóðveg­in­um við hafn­ar­bæ­inn Myti­lene í nótt. AFP

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ráðuneyti flótta- og hæl­is­mála hef­ur ferja verið send til eyj­unn­ar til að hýsa hundruð flótta­manna. Von er á vara­for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Marga­rit­is Schinas, til Les­bos þar sem hann mun gera út­tekt á aðstæðum flótta­fólks á eyj­unni.  

„Staðan sem upp er kom­in á Les­bos, þar sem þúsund­ir barna á flótta eru nú heim­il­is­laus eft­ir elds­voðann í Moria-flótta­manna­búðunum, und­ir­strik­ar enn og aft­ur hversu brýnt það er að finna taf­ar­laust mannúðleg­ar lausn­ir í mál­efn­um barna á flótta í Evr­ópu þar sem rétt­indi barna eru virt og þau fá þá vernd og þjón­ustu sem þau þurfa.

Flótta­manna­búðirn­ar, sem voru heim­ili yfir 12 þúsund manns, voru yf­ir­full­ar fyr­ir elds­voðann og erfitt að verj­ast kór­óna­veiru­smit­um. Nú þegar búðirn­ar eru brunn­ar er enn erfiðara að halda uppi smit­vörn­um og  því mik­il hætta á að veir­an geti breiðst hratt út,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá UNICEF á Íslandi.

Svefnstaður barna á Lesbos í nótt.
Svefnstaður barna á Les­bos í nótt. AFP

Eng­inn slasaðist al­var­lega í elds­voðanum en eld­ur­inn gjör­eyðilagði þann hluta búðanna sem var reist­ur í upp­hafi. Þar bjuggu fjög­ur þúsund manns en átta þúsund til viðbót­ar bjó í tjöld­um og hreys­um þar í kring. Stór hluti þess svæðis varð einnig eld­in­um að bráð. Í gær­kvöldi kviknaði eld­ur að nýju í búðunum og eyðilögðust í hon­um það sem eft­ir stóð af Moria-búðunum að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu. 

„Í dag verður allt gert til þess að koma fjöl­skyld­um og þeim sem eru í viðkvæmri stöðu í skjól sem fyrst,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðuneyti sem fer með mál­efni flótta­fólks og hæl­is­leit­enda.

Tvö her­skip munu koma með svefn­bedda til Les­bos sem hægt verður að koma fyr­ir um borð í ferj­unni. 

Ráðherra mál­efna flótta­fólks og hæl­is­leit­enda, Not­is Mit­arachi, sagði í gær að hæl­is­leit­end­ur hafi kveikt eld­inn í mót­mæla­skyni við þær sótt­varn­a­regl­ur sem sett­ar voru í kjöl­far þess að 35 manns í búðunum greind­ust með kór­ónu­veiru­smit. Lýst hef­ur verið yfir fjög­urra mánaða neyðarástandi á Les­bos og flogið hef­ur verið með óeirðarlög­reglu til eyj­unn­ar.

AFP

Ríki Evr­ópu, allt frá Þýskalandi til Nor­egs, ásamt ráðamönn­um ESB, hafa boðið fram aðstoð og segja nauðsyn­legt að breyta regl­um sem gilda um alþjóðlega vernd hjá ESB.

Allt frá því að Grikk­land varð að einu helsta and­dyri að Evr­ópu fyr­ir flótta­fólk og hæl­is­leit­end­ur árið 2015 hafa grísk stjórn­völd byggt tugi flótta­mannamiðstöðva í land­inu. Vegna þess að önn­ur ríki Evr­ópu hafa aðeins tekið við brota­broti af þess­um fjöl­menna hóp þá eru flótta­mannamiðstöðvar í Grikklandi yf­ir­full­ar. 

UNICEF held­ur áfram að kalla eft­ir því að börn og aðrir viðkvæm­ir hóp­ar fólks á flótta verði taf­ar­laust flutt í ör­uggt og viðeig­andi húsa­skjól á meg­in­landi Grikk­lands sem hluti af viðbragðsáætl­un lands­ins við út­breiðslu COVID-19.

AFP

Sem fyrstu viðbrögð eft­ir brun­ann hef­ur UNICEF sett upp neyðar­skýli þar sem meðal ann­ars 150 fylgd­ar­laus börn hafa fengið skjól en nauðsyn­legt er að finna var­an­leg úrræði fyr­ir öll þau börn sem eru nú í enn viðkvæm­ari stöðu en áður. 

AFP

UNICEF hef­ur unnið með fylgd­ar­laus­um börn­um og barna­fjöl­skyld­um á Les­bos í fleiri ár og sinn­ir meðal ann­ars barna­vernd, fjöl­skyldusam­ein­ingu, for­vörn­um og viðbrögðum gegn of­beldi. Auk þess veit­ir UNICEF börn­um aðgang að mennt­un utan skóla­kerf­is­ins.  Eft­ir elds­voðann er brýn þörf á að út­vega fleiri neyðartjöld, hreint vatn og hrein­lætis­vör­ur og hjálpa íbú­um að verja  sig gegn kór­óna­veiru­smit­um.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert