Höfða mál gegn Kevin Spacey

Kevin Spacey.
Kevin Spacey. AFP

Tveir menn, leik­ar­inn Ant­hony Rapp og ónafn­greind­ur karl­maður höfðuðu mál gegn leik­ar­an­um Kevin Spacey þar sem þeir saka hann um kyn­ferðis­legt of­beldi á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar er þeir voru ung­ling­ar.

Guar­di­an grein­ir frá þessu en Rapp greindi fyrst frá því árið 2017 að Spacey hafi beitt hann kyn­ferðis­legu of­beldi. Í kjöl­farið stigu fleiri fram og greindu frá svipuðu of­beldi af hálfu leik­ar­ans.

Mál­sókn­in var lögð fram fyr­ir dómi á Man­hatt­an og þar fer Rapp ít­ar­lega yfir ásak­an­ir á hend­ur Spacey. Þegar Rapp greindi fyrst frá ásök­un­um sín­um sagðist Spacey ekki reka minni til þessa en bað Rapp af­sök­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka