Tveir menn, leikarinn Anthony Rapp og ónafngreindur karlmaður höfðuðu mál gegn leikaranum Kevin Spacey þar sem þeir saka hann um kynferðislegt ofbeldi á níunda áratug síðustu aldar er þeir voru unglingar.
Guardian greinir frá þessu en Rapp greindi fyrst frá því árið 2017 að Spacey hafi beitt hann kynferðislegu ofbeldi. Í kjölfarið stigu fleiri fram og greindu frá svipuðu ofbeldi af hálfu leikarans.
Málsóknin var lögð fram fyrir dómi á Manhattan og þar fer Rapp ítarlega yfir ásakanir á hendur Spacey. Þegar Rapp greindi fyrst frá ásökunum sínum sagðist Spacey ekki reka minni til þessa en bað Rapp afsökunar.