Kvartar undan ritskoðun í ráðuneyti

Chad Wolf, starfandi yfirmaður heimavarnaráðuneytisins, sætir ásökunum um að beita …
Chad Wolf, starfandi yfirmaður heimavarnaráðuneytisins, sætir ásökunum um að beita sér fyrir ritskoðun upplýsinga í ráðuneytinu. AFP

Fyrr­um yf­ir­maður upp­lýs­inga­deild­ar hjá Banda­ríska heima­varn­aráðuneyt­inu (DHS) seg­ir að yf­ir­menn hafi sett á sig pressu til að gera lítið úr ógn­inni sem staf­ar af af­skipt­um Rússa af for­seta­kosn­ing­un­um sem fram fara í nóv­em­ber. Ástæðan hafi verið sú að það “léti for­set­ann líta út.”

BBC grein­ir frá.

Í kvört­un Bri­an Murp­hy, grein­anda hjá heima­varn­ar­ráðuneyt­inu, kem­ur fram að hann hafi verið lækkaður í tign vegna þess að hann vildi ekki eiga við skýrsl­ur, meðal ann­ars um rúss­nesk af­skipti og hvíta þjóðern­is­hyggju.

Murp­hy tel­ur að skip­an­irn­ar hafi verið ólög­leg­ar, en Hvíta Húsið og heima­varn­ar­ráðuneytið hafa neitað ásök­un­um.

Leyniþjón­ustu­stofn­an­ir í Banda­ríkj­un­um komust að þeirri niður­stöðu að Rúss­ar hafi haft af­skipti af for­seta­kosn­ing­un­um árið 2016. Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seti, hef­ur hafnað ásök­un­um um að Rúss­ar hafi haft áhrif á sig­ur sinn í kosn­ing­un­um, og hef­ur jafn­vel dregið niður­stöður eig­in stofn­anna í efa.

Chad Wolf, starfandi yfirmaður hjá Bandaríska heimavarnaráðuneytinu (DHS).
Chad Wolf, starf­andi yf­ir­maður hjá Banda­ríska heima­varn­aráðuneyt­inu (DHS). AFP

Yf­ir­menn hafi beitt sér fyr­ir rit­skoðun upp­lýs­inga

Kvört­un Murp­hys var birt af upp­lýs­inga­nefnd neðri deild­ar þings­ins, sem stjórnað er af Demó­kröt­um, en Murp­hy hef­ur verið beðinn um að ávarpa nefnd­ina síðar í mánuðinum.

Í kvört­un­inni kem­ur fram að yf­ir­menn ráðuneyt­is­ins hafi ít­rekað beitt sér fyr­ir því að rit­skoða og eiga við upp­lýs­ing­ar sem tengd­ust rann­sókn á af­skipt­um Rússa af banda­rísk­um stjórn­mál­um.

Í maí hafi Murp­hy verið beðinn um að hætta upp­lýs­inga­söfn­un um ógn­ina sem staf­ar af Rúss­um og ein­beita sér frek­ar að mögu­leg­um af­skipt­um Írans og Kína. Þá var hann beðinn um að bíða með birt­ingu skýrslu sem gæti látið for­set­ann líta illa út.

Þá hafi Murp­hy verið beðinn um að ýkja fjölda inn­flytj­enda með tengsl við hryðju­verka­sam­tök og að breyta áhættumati fyr­ir öfga-vinstri sam­tök á borð við Antifa, svo matið væri í meira sam­ræmi við um­mæli for­set­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert