Matarforði Rauða krossins brunninn til agna

00:00
00:00

Alþjóðaráð Rauða kross­ins seg­ir að mannúðarstarf sam­tak­anna sé í mik­illi hættu eft­ir að eld­ur kom upp á hafn­ar­svæði Beirút, höfuðborg­ar Líb­anons, í dag. Vöru­skemma þar sem Rauði kross­inn geymdi mat sem nota átti til mat­araðstoðar brann til grunna í elds­voðanum. Aðeins er mánuður síðan gríðar­stór spreng­ing á hafn­ar­svæðinu varð 190 manns að bana og særði þúsund­ir.

 „Um­fang eyðilegg­ing­ar­inn­ar er enn óvitað. Hætta er á að mannúðaraðstoð Rauða kross­ins í Beirút rask­ist um­tals­vert,“ er haft eft­ir svæðis­stjóra alþjóðaráðs sam­tak­anna.

Sek­ir verði látn­ir sæta ábyrgð

Michel Aoun, for­seti Líb­anons, seg­ir að upp­tök elds­ins geti hafa verið skemmd­ar­verk, galli í ein­hverju tækni­kerfi eða van­ræksla. Komi í ljós að upp­tök elds­ins hafi verið af manna­völd­um verði hinir seku látn­ir sæta ábyrgð.

Mik­ill ótti greip um sig í Beirút í dag þegar eld­ur­inn kom upp. Svart­an reyk lagði yfir hluta borg­ar­inn­ar og óttuðust marg­ir að álíka harm­leik­ur og varð fyr­ir mánuði væri að end­ur­taka sig. Spreng­ing­in í ág­úst var manna­skæðasti at­b­urður á friðar­tíma í sögu lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert