„Pólitískt mál frá A til Ö“

Kristinn ásamt föður Assange, John Shipton.
Kristinn ásamt föður Assange, John Shipton. AFP

„Ég sé ekki annað en að það sem er í gangi hér séu hálf­gild­ings póli­tísk sýnd­ar­rétt­ar­höld.“

Þetta seg­ir Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, í sam­tali við mbl.is.

Krist­inn er stadd­ur í Lund­ún­um, þar sem rétt­ar­höld um framsal Ju­li­an Assange til Banda­ríkj­anna fara fram. Rétt­ar­höld­in hóf­ust að nýju á mánu­dag, en þar verður úr­sk­urðað hvort Assange verði fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna, þar sem hann á yfir höfði sér allt að 175 ára langa fang­elsis­vist fyr­ir njósn­ir.

Hlé voru gerð á rétt­ar­höld­un­um fyrr í dag vegna gruns á kór­ónu­veiru­smiti hjá maka lög­manns Banda­ríkja­manna í mál­inu. Beðið er niðurstaða úr prófi svo hægt sé að halda rétt­ar­höld­un­um áfram.

„Það sem er und­ir er framtíð blaðamennsk­unn­ar,“ seg­ir Krist­inn. Assange sæti ákær­um fyr­ir „það sem blaðamenn gera á degi hverj­um.” Hann seg­ir að gríðarlega mikið sé und­ir, en að „þetta sé póli­tískt mál frá A til Ö.“

Kristinn Hranfsson, ritstjóri Wikileaks, ásamt Stellu Moris (til vinstri), unnustu …
Krist­inn Hran­fs­son, rit­stjóri Wiki­leaks, ásamt Stellu Mor­is (til vinstri), unn­ustu Assange, og Jenni­fer Robin­son (við miðju), mann­rétt­inda­lög­fræðing. AFP

Eft­ir­litsaðilum meinaður aðgang­ur

Krist­inn seg­ir að fram­vinda rétt­ar­hald­anna hafi verið ein­kenni­leg síðan þau byrjuðu á mánu­dag­inn. Erfi­lega hafi gengið að hafa sam­band við vitni í mál­inu í gegn­um fjar­búnað, en í rétt­ar­höld­un­um koma fram ýms­ir sér­fræðing­ar meðal ann­ars á sviði fjöl­miðla­fræði, blaðamennsku og stjórn­mála.

Þá hafi dóm­ari máls­ins ákveðið að draga til baka streymisaðgang til um fjör­tíu aðila á morgni mánu­dags, þar á meðal Blaðamanna án landa­mæra og Am­nesty in­ternati­onal, sem höfðu beðið um streymisaðgang sem eft­ir­litsaðilar í mál­inu. Þó hafi ein­hverj­ir blaðamenn haft streymisaðgang að rétt­ar­höld­un­um.

Engu að síður tel­ur Krist­inn að rétt­ar­höld­in séu “langt frá því að vera opin rétt­ar­höld.”

Mótmælendur komu saman fyrir utan Old Bailey-dómshúsið í Lundúnum og …
Mót­mæl­end­ur komu sam­an fyr­ir utan Old Bailey-dóms­húsið í Lund­ún­um og heimtuðu að Assange yrði ekki fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna. AFP

Eini póli­tíski fang­inn í Bretlandi

Þá seg­ir Krist­inn að ný ákæra hafi verið birt gegn Assange í aðdrag­anda rétt­ar­hald­anna. Upp­haf­leg ákæra hafi verið birt þegar Assange var hand­tek­inn í sendi­ráði Ekvadors síðasta vor og að ákæru­skjalið hafi verið upp­fært nokkr­um vik­um síðar. Nýtt ákæru­skjal hafi síðan verið lagt fram nokkr­um vik­um áður en rétt­ar­höld hóf­ust, sem inni­héldu nýja ákæru­liði. Í kjöl­farið var Assange sleppt úr haldi og hand­tek­inn á ný.

Lög­fræðing­ar Assange óskaði eft­ir því að rétt­ar­höld­un­um yrði frestað vegna þeirru nýju ákæru­liða, en þeirri beðni var hafnað.

Krist­inn seg­ist ekki hafa trú á því að úr­sk­urðað verði í mál­inu á grund­velli laga og rétt­læt­is. “Enda er þetta póli­tískt mál og eins og ég hef sagt ít­rekað, þá er Ju­li­an Assange póli­tísk­ur fangi, lík­lega sá eini í Bretlandi og sá eini í Vest­ur-Evr­ópu.

Stjórn­völd ekki tekið við und­ir­skrift­um

Sam­tök­in Blaðamenn á landa­mæra hafa safnað und­ir­skrift­um gegn því að Assange verði fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna. Meira en 80 þúsund manns hafa skrifað und­ir. 

Full­trú­ar sam­tak­anna hafa reynt að koma und­ir­skrift­arlist­an­um til skila, en að stjórn­völd hafi ekki enn tekið á móti list­an­um. Þar á meðal reyndu full­trú­ar að af­henda for­sæt­is­ráðherr­an­um list­ann við Down­ing-stræti 10, en höfðu ekki er­indi sem erfiði.

Mót­mæl­end­ur komu sam­an fyr­ir utan Old Bailey-dóms­húsið á mánu­dag og heimtuðu að Assange yrði ekki fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna.


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert