Rannsaka áratugagömul brot skautaþjálfara

Forseti frönsku skautasamtakanna til 20 ára, Didier Gailhaguet, neyddist til …
Forseti frönsku skautasamtakanna til 20 ára, Didier Gailhaguet, neyddist til að segja af sér í kjölfar útgáfu bókar Abitbol, þrátt fyrir fullyrðingar hans þess efnis að hann hafi ekki haft vitneskju um neins konar misnotkun innan skautaheimsins. AFP

Sak­sókn­ar­ar í Par­ís Frakklandi hafa hafið rann­sókn á meint­um kyn­ferðis­brot­um u.þ.b. 20 list­skautaþjálf­ara und­an­farna ára­tugi eft­ir að þeim bár­ust gögn frá franska íþróttaráðuneyt­inu.

Mun rann­sókn­in einnig miða að því að finna fleiri fórn­ar­lömb og meinta af­brota­menn, en nokk­ur fjöldi list­skaut­ara hef­ur stigið fram í kjöl­far ásak­ana ólymp­íu­met­haf­ans Sarah Abit­bol.

Í bók sinni sem birt var í janú­ar síðastliðnum sak­ar Abit­bol fyrr­ver­andi þjálf­ara sinn, Gil­les Beyer, um að hafa nauðgað henni á ár­un­um 1990 til 1992 þegar hún var á aldr­in­um 15 til 17 ára, en Beyer var lát­inn hætta sem þjálf­ari franska skauta­landsliðsins í kjöl­far rann­sókn­ar árið 2000 en fékk að halda áfram að þjálfa hjá frönsk­um fé­lög­um.

For­seti frönsku skauta­sam­tak­anna til 20 ára, Didier Gail­hagu­et, neydd­ist til að segja af sér í kjöl­far út­gáfu bók­ar Abit­bol, þrátt fyr­ir full­yrðing­ar hans þess efn­is að hann hafi ekki haft vitn­eskju um neins kon­ar mis­notk­un inn­an skauta­heims­ins.

Íþrótta­málaráðuneytið til­kynnti hins veg­ar í síðasta mánuði að rann­sókn þess og viðtöl við tugi manns hafi leitt í ljós upp­lýs­ing­ar um meinta mis­notk­un a.m.k. 21 skautaþjálf­ara. Rúm­lega helm­ing­ur þeirra var ásakaður um kyn­ferðis­lega áreitni og aðrir um lík­am­legt og and­legt of­beldi. Eins og áður seg­ir er málið nú komið á borð franskra sak­sókn­ara. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert