Rússneskir tölvuþrjótar færa sig upp á skaftið

Kosningaherferðir beggja frambjóðenda hafa orðið fyrir barðinu á tilraunum tölvuþrjóta.
Kosningaherferðir beggja frambjóðenda hafa orðið fyrir barðinu á tilraunum tölvuþrjóta. AFP

Tölvuþrjót­ar með tengsl við Rúss­land, Kína og Íran reyna nú að njósna um fólk og hópa fólks sem koma að for­seta­kosn­ing­un­um sem fram fara í Banda­ríkj­un­um síðar á ár­inu.

Sam­kvæmt tækn­iris­an­um Microsoft er rúss­neski hóp­ur­inn sem gerði tölvu­árás á kosn­inga­her­ferð Demó­krata­flokks­ins fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2016 aft­ur að verki.

Í yf­ir­lýs­ingu frá Microsoft seg­ir að rúss­neski hóp­ur­inn Stronti­um hafi gert yfir 200 sam­tök að skot­spóni, mörg hver sem teng­ist stjórn­mála­flokk­um og þá bæði Demó­krata­flokkn­um og Re­públi­kana­flokkn­um.

Lík­legt þykir að verið sé að reyna að kom­ast yfir upp­lýs­ing­ar sem nota megi til að trufla og hafa áhrif á úr­slit kosn­ing­anna.

Fæst­ar tölvu­árás­anna hafa borið ár­ang­ur enn sem komið er.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert