Segist engu hafa logið

00:00
00:00

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði á blaðamanna­fundi Hvíta húss­ins í dag að hann hefði ekki logið að banda­rísku þjóðinni um skaðsemi kór­ónu­veirunn­ar. Í nýrri bók eft­ir blaðamann­inn Bob Woodw­ard kem­ur fram að Don­ald Trump hafi sagt í des­em­ber að kór­ónu­veir­an væri „ban­vænt dót,“ áður en fyrsta dauðsfallið af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í Banda­ríkj­un­um var staðfest.

Sagði veiruna hættu­lausa 

Bob Woodw­ard tók 18 viðtöl við Trump frá því í des­em­ber í fyrra þar til í júlí á þessu ári við gerð bók­ar­inn­ar Rage sem vænt­an­leg er 15. sept­em­ber. Hann tók upp viðtöl sín og á upp­tök­un­um kem­ur fram að Don­ald Trump hafi vitað að kór­ónu­veir­an væri ban­væn. Síðar er hann sagður hafa gert lítið úr veirunni og sagt hana hættu­lausa – bara ens og hver önn­ur in­flú­ensa. Greint var frá þessu á mbl.is í gær.

Trump var spurður að því á blaðamann­fundi í dag af hverju hann hafi logið að banda­rísku þjóðinni. Trump brást ókvæða við og sagði „Ég laug engu.“

Gríðarleg óánægja er meðal margra Banda­ríkja­manna sem segja Trump ekki hafa brugðist nógu vel við heims­far­aldr­in­um og hef­ur mót­fram­bjóðandi Trump í kom­andi for­seta­kosn­ing­um, Joe Biden, gert sér mat úr þeirri óánægju.

„Mér finnst við hafa staðið okk­ur vel,“ sagði Trump við blaðamenn í dag. „Ég vildi ekki fara að hoppa upp og niður og öskra „Dauði, dauði!““

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert