„Allir eru orðlausir“

00:00
00:00

Um 1,8 millj­ón­ir hekt­ara lands hafa brunnið í gróðureld­un­um miklu sem hafa logað á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Svæðið er aðeins stærra en Conn­ecticut-ríki. Vís­indamaður­inn Daniel Swain, sem sér­hæf­ir í sig í lofts­lags­breyt­ing­um, seg­ir í sam­tali við The New York Times, að það sé al­veg skelfi­legt að sjá svona marga elda brenna á sama tíma og valda svona mik­illi eyðilegg­ingu. 

Ríf­lega 100 gróðureld­ar skilja nú eft­ir sig sviðna jörð í 12 ríkj­um í vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna. 

„Ég hef lík­lega rætt við á þriðja tug sér­fræðinga í bruna- og loft­lags­mál­um und­an­farna tvo sól­ar­hringa og all­ir eru eig­in­lega orðlaus­ir. Það man eng­inn eft­ir ein­hverju af þessu um­fangi og stærðargráðu.“

Al­manna­varn­ir í Or­egon hafa staðfest að um 10% íbúa rík­is­ins hafi neyðst til að flýja eld­ana, en íbúa­fjöld­inn þar er alls um 4,2 millj­ón­ir.

Kate Brown, rík­is­stjóri Or­egon, seg­ir á vef BBC að yf­ir­völd hafi aldrei staðið frammi fyr­ir svo mörg­um eld­um sem loga á sama tíma í rík­inu. Hún seg­ir að þetta sé dæmi um þær breyt­ing­ar sem menn standi nú frammi fyr­ir og þetta sé ekki eitt­hvað sem muni aðeins ger­ast í eitt skipti. Íbúar séu að finna fyr­ir áhrif­um af völd­um lofts­lags­breyt­inga og það ger­ist hratt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert