Kórónuveirusmitum hefur farið fjölgandi í Bretlandi undanfarnar vikur. R-stuðullinn svokallaði, sem er notaður til að reikna út hversu margir smitast út frá einu tilfelli, er nú á milli 1 og 1,2, sem þýðir að faraldurinn sé að færast í aukana.
Samkvæmt nýjum rannsóknum eru nú að mælast tvöfalt fleiri tilfelli á sjö til átta daga fresti á Englandi, að því er segir á vef BBC. Aukningin er áberandi mest í norðurhluta landsins og á meðal ungs fólks.
Frá og með næsta mánudegi taka nýjar reglur gildi hversu margir mega hittast, bæði innan- og utandyra.
Útbreiðsla veirunnar er þó mun minni í Bretlandi en hún var þegar faraldurinn reis sem hæst í apríl.
Tilfellum fækkaði ört í maí og voru fá í júní og í júlí. En samkvæmt nokkrum viðamiklum rannsóknum á útbreiðslunni bendir allt til þess að faraldurinn sé að færast aftur í aukana.