Faraldurinn að færast í aukana í Bretlandi

Aukningin er áberandi mest í norðurhluta landsins og á meðal …
Aukningin er áberandi mest í norðurhluta landsins og á meðal ungs fólks. Myndin er tekin í Manchester. AFP

Kór­ónu­veiru­smit­um hef­ur farið fjölg­andi í Bretlandi und­an­farn­ar vik­ur. R-stuðull­inn svo­kallaði, sem er notaður til að reikna út hversu marg­ir smit­ast út frá einu til­felli, er nú á milli 1 og 1,2, sem þýðir að far­ald­ur­inn sé að fær­ast í auk­ana. 

Sam­kvæmt nýj­um rann­sókn­um eru nú að mæl­ast tvö­falt fleiri til­felli á sjö til átta daga fresti á Englandi, að því er seg­ir á vef BBC. Aukn­ing­in er áber­andi mest í norður­hluta lands­ins og á meðal ungs fólks. 

Frá og með næsta mánu­degi taka nýj­ar regl­ur gildi hversu marg­ir mega hitt­ast, bæði inn­an- og ut­an­dyra. 

Útbreiðsla veirunn­ar er þó mun minni í Bretlandi en hún var þegar far­ald­ur­inn reis sem hæst í apríl.

Til­fell­um fækkaði ört í maí og voru fá í júní og í júlí. En sam­kvæmt nokkr­um viðamikl­um rann­sókn­um á út­breiðslunni bend­ir allt til þess að far­ald­ur­inn sé að fær­ast aft­ur í auk­ana. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert