Hvað verður um hina?

Matarúthlutun á Lesbos í morgun.
Matarúthlutun á Lesbos í morgun. AFP

Tíu aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hafa samþykkt að taka við 400 börn­um sem eru fylgd­ar­laus á flótta. Börn­in voru öll hýst í Moria-flótta­manna­búðunum á grísku eyj­unni Les­bos. Búðirn­ar brunnu til kaldra kola í vik­unni.

Hvað verður um hin 12 þúsund sem voru í búðunum? Þetta er spurn­ing sem brenn­ur á mörg­um, ekki síst þeim sem hafa und­an­farn­ar þrjár næt­ur sofið und­ir ber­um himni á eyj­unni. Fjöl­skyld­ur sem eru heim­il­is­laus­ar, hungraðar og marg­ar án þess að hafa aðgang að ein­föld­um hlut­um eins og teppi eða bedda til að sofa á. 

Sofið við þjóðveginn á Lesbos - myndin var tekin í …
Sofið við þjóðveg­inn á Les­bos - mynd­in var tek­in í morg­un. AFP

„Við höf­um misst allt. Við erum skil­in eft­ir án mat­ar, vatns og lyfja,“seg­ir Fat­ma Al-Hani, sem er frá Sýr­landi. Hún seg­ir frétta­manni AFP-frétta­stof­unn­ar að hún hafi varla náð að grípa vega­bréfið með sér á flótt­an­um und­an eld­in­um sem logaði í búðunum aðfar­arnótt miðviku­dags.

Siðferðis­leg skylda að fylgja á eft­ir 

Lesbos er skammt frá Tyrklandi.
Les­bos er skammt frá Tyrklandi. Kort/​mbl.is

Kansl­ari Þýska­lands, Ang­ela Merkel, greindi frá því í gær að Þýska­land og Frakk­land myndi taka við fylgd­ar­laus­um börn­um á flótta sem voru í búðunum. Það sé siðferðis­leg skylda annarra ríkja Evr­ópu að fylgja í fót­spor ríkj­anna tveggja og bjóða flótta­fólk vel­komið.

Merkel seg­ir nauðsyn­legt að ESB axli meiri ábyrgð þegar kem­ur að stefnu í mál­efn­um fólks í leit að alþjóðlegri vernd. For­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, Kyria­kos Mit­sotak­is, tek­ur í sama streng og seg­ir nauðsyn­legt að gripið sé til aðgerða ekki bara talað um hlut­ina. 

Frá orði til fram­kvæmda

„Evr­ópa verður að snúa frá orðræðu um sam­stöðu til stefnu sam­stöðuaðgerða. Við verðum að setja umræðuna um flótta­fólk í for­gang í viðræðum okk­ar og þær verða að vera áþreif­an­legri,“ sagði Mit­sotak­is á fundi leiðtoga ríkja við Miðjarðar­haf sem er hald­inn á Kors­íku. 

Hol­land hef­ur samþykkt að taka við 100 flótta­mönn­um úr Moria-búðunum. Helm­ing­ur þeirra eru börn. Frakk­ar og Þjóðverj­ar hafa samþykkt að taka við nokk­ur hundruð flótta­mönn­um, flest­ir börn að aldri. 

Hvar er mannúðin?

Móðir á göngu á þjóðveginum frá Moria til Mytilene í …
Móðir á göngu á þjóðveg­in­um frá Moria til Myti­lene í morg­un. AFP

Gaelle Kouka­nee er 21 árs göm­ul. Hún er á flótta frá Kongó og á von á barni. „Það eru börn, gam­alt fólk og fatlað á meðal okk­ar. Hvers vegna er þessi skort­ur á mannúð?“ spyr hún. Hún seg­ir að lög­regla hafi sprautað tára­gasi á íbúa Moria þegar á slökkvi­starf­inu stóð. 

Flogið var með börn sem eru fylgd­ar­laus á flótta frá Les­bos til meg­in­lands­ins í gær og þeim komið fyr­ir í öðrum flótta­manna­búðum í norður­hluta Grikk­lands. Þau voru öll skimuð fyr­ir kór­ónu­veirunni áður en þau komu þangað. 

Frá Lesbos þegar sólin var að koma upp í morgun.
Frá Les­bos þegar sól­in var að koma upp í morg­un. AFP

Gríska rík­is­stjórn­in er með áform um að setja upp tíma­bundið tjald­búðir á Les­bos fyr­ir þá sem misstu heim­ili sín í brun­an­um. Eyja­skeggj­ar eru ósátt­ir við stjórn­völd og hafa komið upp vegatálm­um til að koma í veg fyr­ir að vinnu­vél­ar á veg­um yf­ir­valda getið kom­ist á staðinn þar sem reisa á tjald­búðir. 

„Nú er tíma­bært til að loka Moria til fram­búðar,“ seg­ir  Vang­el­is Vi­olatz­is, sem sit­ur í bæj­ar­stjórn. „Við vilj­um ekki aðrar búðir og við mun­um standa gegn öll­um fram­kvæmd­um. Við höf­um staðið frammi fyr­ir þessu ástandi í fimm ár og það er tíma­bært fyr­ir aðra að bera þess­ar byrðar,“ seg­ir hann í viðtali við AFP. 

Fyrsti eld­ur­inn í búðunum kviknaði skömmu eft­ir miðnætti aðfar­arnótt miðviku­dags. Á miðviku­dags­kvöldið kviknaði aft­ur í búðunum og þriðji eld­ur­inn kviknaði í gær­kvöldi. 

Sofið við þjóðveginn.
Sofið við þjóðveg­inn. AFP

Vara­for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, Marga­rit­is Schinas, heim­sótti Les­bos í gær og hann seg­ir að skip á veg­um ESB verði send til Les­bos til þess að hýsa þá sem eru í mestri neyð. Jafn­framt hafi 400 börn verið flutt til meg­in­lands­ins og að önn­ur ríki ESB muni veita þeim skjól. Jafn­framt hafa grísk stjórn­völd sent tvö her­skip sem er ætlað að veita ein­hverj­um skjól.

Fyrr á ár­inu var fram­kvæmd­um við bygg­ingu á nýj­um flótta­manna­búðum á Les­bos frestað vegna óánægju íbúa eyj­unn­ar. Til átaka kom á milli íbúa og óeirðarlög­reglu á þeim tíma. 

Líkt og fram hef­ur komið á mbl.is voru yfir 12 þúsund flótta­menn í Moria-búðunum þegar þær brunnu. Þegar þær voru reist­ar – gáma­byggðin – var gert ráð fyr­ir 2.800 íbú­um. Ástandið í búðunum hef­ur verið skelfi­legt árum sam­an, skort­ur á sal­ern­um og sturt­um og öðrum nauðsynj­um. 

„Okk­ur hef­ur vantað sal­erni, sturt­ur og við kon­ur erum hrædd­ar við að vera á ferli á næt­ur­lagi. En nú er ég enn hrædd­ari og það er varðandi framtíðina, seg­ir Gaelle Kouka­nee.

AFP

Regl­ur varðandi veit­ingu alþjóðlegr­ar vernd­ar hafa verið hert­ar í Grikklandi, dregið úr fjár­fram­lagi til mála­flokks­ins og ým­is­legt gert til þess að koma í veg fyr­ir að fleiri flýji til Grikk­lands.

Frétt mbl.is

„Þetta er Evr­ópa,“ seg­ir Fat­ma og faðmar tveggja ára gaml­an son sinn á meðan hún ræðir fyr­ir frétta­mann AFP. „Ég hef fengið nóg og það eina sem ég bið um er að barn mitt fái að al­ast upp á friðsæl­um stað.“

Eng­inn fær að fara inn fyr­ir hlið Moria enda ótt­ast yf­ir­völd að eld­ur geti kviknað hvenær sem er líkt og gerst hef­ur und­an­farna daga. Blaðamaður Guar­di­an lýs­ir því þar sem ung­ur maður kem­ur til lög­regl­unn­ar og spyr hvort hann megi fara þangað inn fyr­ir og ná í dótið sitt. Nei er svarið og biðja hann um að koma dag­inn eft­ir. Kannski verður óhætt að fara inn í búðirn­ar í dag?

Beðið í röð eftir vatni og mat á bílastæði matvöruverslunar …
Beðið í röð eft­ir vatni og mat á bíla­stæði mat­vöru­versl­un­ar skammt frá Moria-búðunum á Les­bos í morg­un. AFP

Ein­hverj­ir hafa náð að sækja dótið sitt. Þeirra á meðal er  Som­aya, 27 ára stjórn­mála­fræðing­ur frá Af­gan­ist­an. Hún reyn­ir að pakk­ar dót­inu sín­um sam­an. Það fer ekki mikið fyr­ir eig­um henn­ar. Ekk­ert frek­ar en eig­um annarra í Moria. Eða rétt­ara sagt þeirra sem áttu heima í Moria en eru núna á ver­gangi.

Frá aðfar­arnótt miðviku­dags hef­ur hún sofið í veg­kanti líkt og þúsund­ir annarra. „Síðasta nótt var mjög slæm. Við erum alls­laus,“ seg­ir hún.

Ali sem er 19 ára er einn þegar blaðamaður Guar­di­an ræðir við hann en hann var einn á flótta til Evr­ópu. Hann seg­ir í sam­tali við Guar­di­an að fólk reyni að kom­ast af. Fólk hafi komið sér fyr­ir við inn­gang mat­vöru­versl­ana og fyr­ir utan lög­reglu­stöðina. „Við höf­um ekki aðra staði til að fara á,“ seg­ir hann.

AFP

Þrátt fyr­ir að flótta­fólkið hafi fengið send­an mat þá er það ekki nóg og Ali seg­ist ekki hafa borðað í tæpa tvo daga. Það versta sé samt óviss­an. Hvað verður um okk­ur?

Far­is Al-Jawad, sem starfar fyr­ir Lækna án landa­mæra (Mé­dec­ins Sans Front­ières) seg­ir að starfs­menn sam­tak­anna hafi sinnt smá­börn­um vegna reyk­eitr­un­ar sem og börn­um sem hafa verið á göt­um úti í tvö daga. Hann seg­ir viðbrögð yf­ir­valda tak­mörkuð og það þurfi að flytja fólk á brott strax. 

Inn­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, Horst Seehofer, staðfesti í morg­un að 10 ríki ESB muni taka við 400 fylgd­ar­laus­um börn­um. Flest þeirra fara til Þýska­lands og Frakk­lands, alls 200-300.  Seehofer greindi frá þessu á blaðamanna­fundi sem hann hélt ásamt  Schinas í morg­un.

Marga­rit­is Schinas seg­ir að þetta sýni að nauðsyn­legt sé fyr­ir ESB til að gera end­ur­bæt­ur á stefnu sinni í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir að fram­kvæmda­stjórn­in muni kynna drög að nýrri stefnu í lok sept­em­ber. 

AFP

Áætl­un­inni hef­ur ít­rekað verið frestað vegna ósam­komu­lag varðandi flutn­ing flótta­fólks til ríkja ESB. Lönd eins og Pól­land, Ung­verja­land, Tékk­land og Slóvakía hafa neitað að taka þátt í mót­töku flótta­fólks.

Schinas seg­ir að ekki sé hægt að ætl­ast til þess að aðeins þau ríki sem liggja að ytri mörk­um sam­bands­ins eða stór ríki eins og Þýska­land taki á sig ábyrgðina. „Við þurf­um á sannri sam­stöðu að halda í flótta­manna­stefnu okk­ar,“ seg­ir hann.

Þessi fjölskylda er að nálgast hafnarbæinn Mytilene en hún hefur …
Þessi fjöl­skylda er að nálg­ast hafn­ar­bæ­inn Myti­lene en hún hef­ur verið heim­il­is­laus frá því að það kviknaði í Moria-búðunum. AFP
Hvert sem litið er þá blasir við fólk sem er …
Hvert sem litið er þá blas­ir við fólk sem er alls­laust eft­ir elds­voða. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert