Nauðguðu tveimur unglingsstúlkum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Ítalska lög­regl­an hef­ur hand­tekið fjóra unga menn grunaða um að hafa tekið þátt í hópnauðgun á tveim­ur bresk­um ung­lings­stúlk­um í af­mæl­is­veislu á mánu­dags­kvöldið.

Stúlk­urn­ar, sem eru báðar um 15 ára, voru gest­ir í af­mæl­is­veislu í bæn­um Marconia di Pist­icci í Basilicata-héraði á Suður-Ítal­íu. Íbúar bæj­ar­ins eru um 12 þúsund tals­ins.

Að sögn sak­sókn­ara í borg­inni Matera, Pietros Arg­ent­in­os, virðist sem tveir menn hafi not­fært sér að þær voru und­ir áhrif­um áfeng­is og dregið þær út með sér. Tveir fé­lag­ar þeirra hafi síðan bæst í hóp­inn og hóp­ur­inn nauðgað stúlk­un­um tveim­ur á akri skammt frá þorp­inu. Sam­kvæmt frétt­um fjöl­miðla í héraðinu voru þær beitt­ar lík­am­legu of­beldi áður en kyn­ferðisof­beldið hófst. 

Þegar þær komust heim til sín, en önn­ur þeirra á ætt­ingja í bæn­um, sögðu þær for­eldr­um sín­um hvað hefði gerst. Lög­regla og sjúkra­lið kom á vett­vang og þær voru flutt­ar með sjúkra­bíl­um á sjúkra­hús í Matera. 

Lög­regl­an hand­tók menn­ina sem eru all­ir frá Marconia di Pist­icci en þeir eru á aldr­in­um 19-23 ára. Ein­hverj­ir þeirra eru á saka­skrá. Fjög­urra til viðbót­ar er leitað í tengsl­um við rann­sókn máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert