Óbreyttir borgarar ráðnir sem Covid-gæslumenn

Boris Johnson kynnti nýju reglurnar á stafrænum blaðamannafundi á miðvikudag.
Boris Johnson kynnti nýju reglurnar á stafrænum blaðamannafundi á miðvikudag. AFP

„Þess­ar aðgerðir eru til þess að við þurf­um ekki annað út­göngu­bann, sagði Bor­is John­son á sta­f­ræn­um blaðamanna­fundi á miðviku­dag­inn. „Mark­miðið með þess­um regl­um er að við þurf­um ekki að loka land­inu á ný.”

Ekki fleiri en sex mega koma sam­an í Englandi og Skotlandi frá og með mánu­deg­in­um. Þetta kem­ur fram í nýj­um sótt­varn­a­regl­um sem taka gildi eft­ir helgi.

Vegna fjölg­un­ar á kór­ónu­veiru­smit­um í Bretlandi, sér­stak­lega hjá ungu fólki, samþykktu bresk stjórn­völd nýj­ar aðgerðir á miðviku­dag­inn til að sporna við út­breiðslu veirunn­ar.

Lög­reglu verður gert heim­ilt að sekta og jafn­vel hand­taka ein­stak­linga sem verða upp­vís­ir um brot á sótt­varn­a­regl­um.

Fjölda­tak­mörk gilda hins veg­ar ekki á vinnu­stöðum og í skól­um, né í brúðkaup­um og jarðaför­um. Þá mega skipu­lagðar íþrótt­ir, þar sem fleiri en sex koma sam­an, enn eiga sér stað án áhorf­enda.

Í Wales munu aðrar sótt­varn­a­regl­ur gilda, þar sem ekki fleiri en sex mega koma sam­an inn­an­dyra, en ut­an­dyra mega allt að 30 koma sam­an.

Stjórn­völd í Norður Írlandi hafa til­kynnt að há­marks­fjöldi þeirra sem mega koma sama á ein­um stað verði lækkaður úr 30 niður í 15.

Útskýr­ing­ar BBC á regl­un­um má finna hér.

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands.
Matt Hancock, heil­brigðisráðherra Bret­lands. AFP

Þurfa að taka niður upp­lýs­ing­ar um viðskipta­vini

Heil­brigðisráðherra Bret­lands, Matt Hancock, hef­ur sagt að nýju regl­urn­ar verði ekki í gildi leng­ur en nauðsyn­legt er. Regl­urn­ar séu til þess ætlaðar til að sporna við því að grípa þurfi til lok­ana og út­göngu­banns, eins og gert var í apríl.

Nýju regl­urn­ar skylda pöbba og veit­ingastaði til að taka niður tengiliðaupp­lýs­ing­ar viðskipta­vina sinna. Slík­um stöðum er einnig skyld að gæta sótt­varna og gera fólki kleyft að virða fjar­lægðarmörk.

mbl.is

Fjar­lægðarmörk miðast enn við tvo metra í flest­um til­fell­um, þótt ekki séu til staðar op­in­ber­ar regl­ur þess efn­is. Þó hvetja stjórn­völd fólk um að halda tveggja metra fjar­lægð, og vera með grímu þar sem það er ekki hægt.

Grímu­skylda er þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra fjar­lægð, til dæm­is í versl­un­um og í al­menn­ings­sam­göng­um.

Óbreytt­ir borg­ar­ar ráðnir sem gæslu­menn

Einnig stend­ur til að setja upp sveit­ir svo­kallaðra „Covid-gæslu­manna” (e. Covid mars­hals) til að aðstoða lög­gæsluliða. Um er að ræða óbreytta borg­ara sem myndu hafa eft­ir­lit með fjar­lægðar- og sam­komu­mörk­um.

Gæslu­menn­irn­ir munu, að því er kom fram á blaðamanna­fundi á miðviku­dag, ekki hafa form­leg völd til að fram­fylgja regl­um og munu vera á veg­um borg­ar- og bæj­ar­stjórna.

Engu að síður hafa áformin verið gagn­rýnd, ekki síst vegna þess hversu óskýrt hlut­verk gæslu­mann­anna er.

Áhyggjur hafa vaknað um fjölgun smita í Bretlandi, sérstaklega hjá …
Áhyggj­ur hafa vaknað um fjölg­un smita í Bretlandi, sér­stak­lega hjá ungu fólki. AFP

Enn gilda regl­ur um ferðalög og sótt­kví í Bretlandi þar sem ferðamenn frá til­tekn­um lönd­um þurfa að fara í tveggja vikna sótt­kví við kom­una til lands­ins.

Á morg­un verður Portúgal, Ung­verjalandi og Frönsku Pó­lý­nes­íu bætt við list­ann, en Íslend­ing­ar þurfa ekki að sæta sótt­kví við kom­una til Bret­lands.

Partí bönnuð á heima­vist­um

Sér­stak­lega hef­ur verið biðlað til há­skóla­nema að gæta sótt­varna, en bresk­ir há­skól­ar munu hefja starf­semi sína á næstu vik­um. Þótt sex manna regl­an gildi ekki í skól­um eða vinnu­stöðum, hafa nem­ar verið hvatt­ir að mæta ekki í sam­kom­ur eða partí sem eru venju­lega hald­in í upp­hafi skóla­árs.

Víða hafa partí og einka­sam­kvæmi á heima­vist­um verið bönnuð til að sporna við hópsmit­um.

Cambridge-háskóli hefur tilkynnt að allir fyrirlestrar muni vera í fjarkennslu …
Cambridge-há­skóli hef­ur til­kynnt að all­ir fyr­ir­lestr­ar muni vera í fjar­kennslu skóla­árið 2020/​21. Af vef Cambridge-há­skóla

Flest­ir bresk­ir há­skól­ar stefna á að kenna sam­kvæmt svo­kölluðu blönduðu fyr­ir­komu­lagi í haust, þar sem fyr­ir­lestr­ar fara fram í fjar­kennslu, en fá­menn­ari tím­ar verði kennd­ir í staðnámi.

Stjórn­völd hafa gefið út aðgerðaráætl­un fyr­ir há­skóla, þar sem lagt er fram leiðir til að glíma við mögu­leg hópsmit­um inn­an há­skóla. Þar er lagt til að skipti yfir í 100% fjar­nám verði síðasta úrræði skól­anna og verði aðeins notað í und­an­tekn­inga­til­vik­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert