Réttað yfir lögreglumönnum í máli Floyd

Mótmælendur við dómshúsið í Minneapolis í dag.
Mótmælendur við dómshúsið í Minneapolis í dag. AFP

Derek Chau­vin, lög­regluþjónn­inn fyrr­ver­andi, sem ákærður er fyr­ir að hafa myrt Geor­ge Floyd kom fyr­ir dóm­ara í fyrsta sinn í dag. Chau­vin er ákærður fyr­ir morð, en til vara mann­dráp af gá­leysi en mynd­band náðist af hon­um þar sem hann kraup á hálsi Floyd í níu mín­út­ur meðan hann Floyd barðist við að ná and­an­um og öskraði í sí­fellu á hjálp.

Chau­vin, og lög­reglu­menn­irn­ir þrír sem voru með hon­um á vakt, hafa óskað eft­ir því að réttað verði yfir þeim hverj­um í sínu lagi en gögn rétt­ar­ins sýna að þeir leit­ist all­ir við að koma sök­inni hver á ann­an.

Chau­vin held­ur því sjálf­ur fram að Floyd hafi dáið úr of­neyslu fenta­ný­ls en hann sak­ar tvo aðra lög­regluþjóna um að hafa ekki metið ástand Floyds með rétt­um hætti.

Sak­sókn­ar­ar sögðu við rétt­inn í morg­un að sú full­yrðing væri frá­leit. Réttað skyldi yfir fjór­menn­ing­un­um, Chau­vin, Thom­as Lane, Al­ex­and­er Keung og Tou Thao, í einu lagi þar sem „þýðing­ar­mik­il sönn­un­ar­gögn“ bentu til þess að þeir hefðu unnið náið sam­an þegar Floyd var drep­inn.

Lögreglumennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir morðið. Derek Chauvin er …
Lög­reglu­menn­irn­ir fjór­ir sem ákærðir eru fyr­ir morðið. Derek Chau­vin er lengst til vinstri. AFP

Drápið vakti mik­inn óhug og reiði um öll Banda­rík­in og varð kveikj­an að stór­felldri mót­mæla­öldu sem geisað hef­ur um Banda­rík­in síðan, þar sem þess er kraf­ist að kerf­is­bundn­ir kynþátta­for­dóm­ar inn­an lög­reglu í Banda­ríkj­un­um verði upp­rætt­ir. Tug­ir manna söfnuðust sam­an fyr­ir utan dóms­húsið í Minn­ea­pol­is til að krefjast rétt­læt­is og hrópuðu nafn Floyds auk slag­orðsins „Black Li­ves Matter“ (Svört líf skipta máli).

Fyr­ir­taka máls­ins í dag sneri einkum að því að tryggja ör­ygg og sann­gjörn rétt­ar­höld, sem áætlað er að hefj­ist í mars á næsta ári. Vegna þess hve mikla um­fjöll­un málið hef­ur fengið gæti orðið vand­kvæðum bundið að skipa óháðan kviðdóm. Verj­end­ur sak­born­ing­anna ótt­ast að ekki sé hægt að tryggja óhæði kviðdóm­ar­anna þar sem þeir geti lesið sér svo mikið til um málið á net­inu. Hafa þeir óskað eft­ir að málið verði fært í annað um­dæmi þar sem ekki sé hægt að tryggja óhæði í Minn­ea­pol­is. Dóm­ari hef­ur tekið sér frest til að ákveða hvort orðið verði við þeirri bón.

Teiknuð mynd úr réttarsalnum í morgun.
Teiknuð mynd úr rétt­ar­saln­um í morg­un. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert