Sóttvarnareglur hertar í Austurríki

Sebastian Kurz kanslari Austurríkis.
Sebastian Kurz kanslari Austurríkis. AFP

Sótt­varn­a­regl­ur verða hert­ar í Aust­ur­ríki vegna fjölg­un­ar kór­ónu­veiru­smita í land­inu. Meðal ann­ars verður skylda að bera grímu í öll­um versl­un­um og op­in­ber­um bygg­ing­um frá og með mánu­degi. Áður var skylda að bera grímu í mat­vöru­versl­un­um og al­menn­ings­sam­göng­um en sú skylda hef­ur verið út­víkkuð enn frek­ar.

Að sögn Sebastian Kurz, kansl­ara Aust­ur­rík­is, er ástandið að versna að nýju og hef­ur nýj­um smit­um fjölgað jafnt og þétt und­an­farn­ar vik­ur. Alls voru skráð 654 ný smit í Aust­ur­ríki á miðviku­dag.

Fjölda­tak­mark­an­ir hafa einnig verið hert­ar og nú mega 1.500  koma sam­an inn­an­dyra en 3 þúsund ut­an­dyra. Þetta á við um at­b­urði þar sem fólki er vísað í sæti. Aft­ur á móti mega mest 50 koma sam­an inn­an­húss og 100 ut­an­húss ef ekki er um sitj­andi at­b­urði að ræða. 

Mat­ur og drykk­ur verður að bera fram á borðið til þess að koma í veg fyr­ir hópa­mynd­un í sam­kvæm­um og á bör­um.

Kurz var­ar við því að stjórn­völd muni herða regl­urn­ar enn frek­ar ef smit­um held­ur áfram að fjölga. Allt verði gert til að koma í veg fyr­ir að út­göngu­bann að mestu verði sett líkt og var í vet­ur. 

Alls hafa tæp­lega 32 þúsund smit verið skráð í Aust­ur­ríki frá því far­ald­ur­inn braust út. Af þeim eru 750 látn­ir. Íbúar Aust­ur­rík­is eru um níu millj­ón­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert