Vilja forðast annað útgöngubann

Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, ávarpar þjóð sína.
Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, ávarpar þjóð sína. AFP

Jean Ca­stex, for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, var­ar við því að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn fari nú „aug­ljós­lega versn­andi“ í land­inu. Hann seg­ir þó stefnt að því að forðast annað alls­herj­ar­út­göngu­bann líkt og sett var á í vor, en það yrði mikið reiðarslag fyr­ir hag­kerfið.

Um tíu þúsund til­felli kór­ónu­veirunn­ar hafa greinst á dag síðustu tvo daga, og er það met síðan stór­felld sýna­taka hófst í Frakklandi. Þá eru 42 af 101 sýslu Frakk­lands skil­greind sem „rauð svæði“ þar sem veir­an er í mikl­um upp­gangi.

Stjórn­völd stefna nú að því að taka millj­ón sýni viku­lega. Ávarps Ca­stex hafði verið beðið með eft­ir­vænt­ingu og jafn­vel bú­ist við að hann myndi kynna hert­ari sam­komutak­mark­an­ir á landsvísu. Það varð þó ekki raun­in.

Þess í stað lofaði Ca­stex að sýna­taka yrði efld en sagði að það væri í hönd­um yf­ir­valda á hverju svæði fyr­ir sig að ákveða sér­tæk­ar sam­komutak­mark­an­ir. „Við verðum að geta lifað með veirunni án þess að snúa okk­ur að hug­mynd­inni um al­mennt sam­komu­bann,“ sagði Ca­stex. „Stefna okk­ar breyt­ist ekki. Við verðum að berj­ast við veiruna án þess að setja allt sam­fé­lagið, menn­ing­ar­líf, hag­kerfi og mennt­un barna okk­ar á ís.“ Ca­stex sagði að yf­ir­völd í Marseille, Bordeaux og Gua­deloupe myndu á mánu­dag kynna áætlan­ir um hvernig tak­ast megi á við út­breiðslu á svæðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert