Vilja yfirheyra Navalní

AFP

Rússneska lögreglan hefur óskað eftir því að fá að yfirheyra Alexi Navalní, helsta stjórnarandstæðing landsins, í Þýskalandi. Navalní er á sjúkrahúsi í Berlín þar sem hann er að jafna sig eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Síberíu.

Það er lögreglan í Síberíu sem hefur farið fram á að yfirheyra Navalní en hún hefur farið yfir ferðir Navalnís áður en hann veiktist. 

Navalní kom til meðvitundar fyrr í vikunni en hann veikt­ist um borð í flug­vél í Síberíu í síðasta mánuði. Þýska rík­is­stjórn­in sagði í síðustu viku að „ótví­ræð sönn­un­ar­gögn“ sýndu að Navalní hafi verið byrlað tauga­eitrið novichok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert