Yfir hálf milljón flýr eldana

00:00
00:00

Hálf millj­ón íbúa Or­egon-rík­is hef­ur verið flutt á brott vegna skógar­elda sem loga stjórn­laust á Vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Að sögn yf­ir­valda í rík­inu verða enn fleiri flutt­ir á brott því það sé for­gangs­atriði hjá slökkviliðsmönn­um að bjarga manns­líf­um. Um 3.642 fer­kíló­metr­ar lands hafa brunnið.

Tug­ir elda loga en óvenju­heitt er í veðri, hvasst og þurrt í rík­inu. Grun­ur leik­ur á að minnsta kosti einn eld­anna sé verk brennu­varga. Að sögn Kate Brown, rík­is­stjóra í Or­egon, er ekki vitað með fullri vissu hversu marg­ir hafi far­ist í eld­un­um en að staðfest sé að fjór­ir séu látn­ir. 

Eld­ar loga víðar en í Or­egon því yfir 100 eld­ar loga nú í 12 ríkj­um Banda­ríkj­anna. Flest­ir þeirra loga í Or­egon, Kali­forn­íu og Washingt­on og í ein­hverj­um til­vik­um hafa heilu bæj­ar­fé­lög­in brunnið til grunna. Í Kali­forn­íu eru að minnsta kosti tíu látn­ir í eld­un­um. 

Tæp­lega 18 þúsund fer­kíló­metr­ar lands hafa brunnið í ríkj­un­um á Vest­ur­strönd­inni.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert