FBI hleraði 15 ára Norðmann

Bandaríska alríkislögreglan FBI hleraði vefspjall norsks og dansks unglings þar …
Bandaríska alríkislögreglan FBI hleraði vefspjall norsks og dansks unglings þar sem sá fyrrnefndi lýsti vilja sínum til að verða „guðdómlegur“ og mæta í skólann með sprengiefni og skotvopn. Hann er nú ákærður fyrir alvarlegar hótanir í garð saklausra borgara. Ljósmynd/afcea.org

Norsk­ur skóla­pilt­ur, sem nú er 17 ára, er á leið fyr­ir héraðsdóm í Østfold í októ­ber, bor­inn þeim sök­um að hafa lagt á ráðin um að mæta með sprengi­efni og skot­vopn í fram­halds­skóla sinn og úthella þar blóði.

For­saga máls­ins nær aft­ur til sum­ars­ins 2018 þegar sá, sem nú er ákærður, var 15 ára gam­all. Hann ræddi þá við dansk­an pilt á ónefnd­um spjall­vef og var skotárás­in í Col­umb­ine-skól­an­um í Col­orado í Banda­ríkj­un­um vorið 1999 meðal umræðuefna, þar sem þeir Eric Harris og Dyl­an Kle­bold skutu tólf sam­nem­end­ur sína og einn kenn­ara til bana og særðu 21 áður en þeir styttu sér ald­ur.

Norski dreng­ur­inn tjáði þeim danska enn frem­ur að hann fýsti að verða „guðdóm­leg­ur“ en hvor­ug­um þeirra Norður­landa­bú­anna var hins veg­ar kunn­ugt um að banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an FBI fylgd­ist með sam­tali þeirra, sem reynd­ar fór fram á tveggja mánaða tíma­bili, þar sem orðið „Col­umb­ine“ hef­ur lík­lega hringt ein­hverj­um bjöll­um.

Í sam­starfi við dönsku lög­regl­una og FBI

FBI hafði í fram­hald­inu sam­band við norsk og dönsk lög­reglu­yf­ir­völd og nú er staðan sú að norski dreng­ur­inn gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fang­elsi fyr­ir að hafa haft í „al­var­leg­um hót­un­um við varn­ar­lausa borg­ara“.

„Ég get staðfest að norski dreng­ur­inn, sem nú er ákærður, átti sam­tal við dansk­an dreng og við höf­um verið í sam­starfi við dönsku lög­regl­una og FBI,“ seg­ir Stian Molt­ke-Han­sen Tveten, lögmaður aust­urum­dæm­is norsku lög­regl­unn­ar, í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK, en Tveten sæk­ir málið fyr­ir hönd héraðssak­sókn­ara.

Seg­ir hann mik­il­vægt að dóm­stól­ar fjalli um slík mál sem lið í því hlut­verki lög­regl­unn­ar að af­hjúpa, hindra og með öðrum hætti af­stýra af­brot­um.

Eng­in stoð í raun­veru­leik­an­um

Tor­geir Rø­inås Peder­sen, verj­andi pilts­ins, seg­ir skjól­stæðingi sín­um veru­lega brugðið, hann hafi eng­in áform haft um að fram­kvæma nokkuð í lík­ingu við það sem á hann er borið. „Þetta var spjall í lokuðu spjall­kerfi sem vatt upp á sig. Þetta á sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um,“ seg­ir Peder­sen við NRK.

„Hon­um þykir það mjög þung­bært að þetta komi nú upp á ný eft­ir tvö ár,“ seg­ir verj­and­inn enn frem­ur og vís­ar til þess að norska lög­regl­an setti sig fyrst í sam­band við ákærða árið 2018 vegna máls­ins. Hann hafi hins veg­ar aldrei haft nokkuð illt í hyggju.

Tveten sak­sókn­ari seg­ir lög­regl­una hafa þung­ar áhyggj­ur af þeirri þróun í þjóðfé­lag­inu, að þrösk­uld­ur­inn í vegi ým­iss kon­ar brot­a­starf­semi sé orðinn býsna lág­ur á sam­fé­lags­miðlum. „Við sjá­um æ fleiri dæmi um hót­an­ir og annað glæp­sam­legt at­hæfi af hálfu ungs fólks á miðlun­um,“ seg­ir Tveten.

Könn­un sam­fé­lags­ör­ygg­is­stofn­un­ar­inn­ar DSB (Direk­toratet for sam­funnssikk­er­het og bered­skap) frá ár­inu 2016 leiddi í ljós að sex af hverj­um tíu norsk­um sveit­ar­fé­lög­um hafa sett sér aðgerðaáætl­un vegna hugs­an­legra skotárása í skól­um sín­um enda berst skól­un­um jafn­an fjöldi hót­ana um slík­ar árás­ir, tíma­bilið 14. – 28. janú­ar í ár bár­ust norsk­um skól­um 190 árás­ar­hót­an­ir.

NRK

NRKII (190 hót­an­ir í janú­ar)

VG

TV2

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert