Gulvestungar komu saman á ný

Frá mótmælunum í París í dag.
Frá mótmælunum í París í dag. AFP

Gul­vestung­ar tóku aft­ur upp þráðinn í Par­ís í dag og mót­mæltu frönsku rík­is­stjórn­inni í fyrsta sinn frá því far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar tók að breiðast um heims­byggðina.

Svo virðist sem skipu­leggj­end­um mót­mæl­anna hafi þó mistek­ist að safna sam­an sama fjölda og tíðkaðist í fyrri mót­mæl­um þeirra.

Kveikt var í rusla­tunn­um og að minnsta kosti tveim­ur bif­reiðum í borg­inni. Notaðist lög­regla við tára­gas til að stemma stigu við hegðun mót­mæl­enda í Par­ís og einnig í Lyon og Tou­lou­se. Ann­ars staðar eru mót­mæl­in sögð hafa gengið friðsam­lega fyr­ir sig, sam­kvæmt um­fjöll­un frétta­veit­unn­ar AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert