Hefja „sögulegar“ friðarviðræður

Sendinefnd talíbana í Doha á fyrsta fundi friðarviðræðanna í morgun.
Sendinefnd talíbana í Doha á fyrsta fundi friðarviðræðanna í morgun. AFP

Friðarviðræður talíbana og af­ganskra yf­ir­valda eru hafn­ar í Kat­ar. Mike Pom­peo ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna seg­ir viðræðurn­ar sögu­leg­ar, en hann er sjálf­ur stadd­ur í höfuðborg Kat­ars Doha og mun taka þátt í viðræðunum. 

Viðræðurn­ar áttu að hefjast í fe­brú­ar í kjöl­far friðarsamn­ings Banda­ríkj­anna við talíbana, en áfram­hald­andi of­beldi í Af­gan­ist­an og ágrein­ing­ur um skipti á póli­tísk­um föng­um hafa tafið viðræðurn­ar hingað til. 

Sendi­nefnd Af­g­ana yf­ir­gaf af­gönsku höfuðborg­ina Kabúl og flaug til Doha föstu­dag­inn 11. sept­em­ber, 19 árum upp á dag frá árás­inni á Tví­bura­t­urn­ana í New York sem urðu enda­lok yf­ir­ráða talíbana í Af­gan­ist­an. 

Fram kem­ur á BBC að um er að ræða fyrstu viðræður af­ganskra yf­ir­valda og talíbana, en talíban­ar hafa hingað til neitað því að ræða við af­gönsk yf­ir­völd sem þeir hafa kallað „strengja­brúður“ Banda­ríkja­manna. 

Afganska sendinefndin mætir á fyrsta fund viðræðanna í morgun.
Af­ganska sendi­nefnd­in mæt­ir á fyrsta fund viðræðanna í morg­un. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert