Óttast er að um 50 námuverkamenn séu látnir í Austur-Kongó eftir að gullnáma hrundi í kjölfar mikils vatnsveðurs sem hefur verið í landinu undanfarið.
Náman var illa byggð og varð oft fyrir árásum vígamanna frá Kongó í vestri sem vildu komast yfir dýrmætt gullið í henni. Námuslys eru tíð og jafnan banvæn í Austur-Kongó. Árið 2019 létust 39 í svipuðu slysi í landinu.
„Þetta slys verður að rannsaka til þess að komast að því hvers vegna það varð,“ er haft eftir fulltrúa stjórnvalda í bænum Kamituga, þar sem slysið varð.