Óttast að 50 séu látnir

Námuslys eru tíð í Austur-Kongó.
Námuslys eru tíð í Austur-Kongó. AFP

Ótt­ast er að um 50 námu­verka­menn séu látn­ir í Aust­ur-Kongó eft­ir að gull­náma hrundi í kjöl­far mik­ils vatns­veðurs sem hef­ur verið í land­inu und­an­farið.

Nám­an var illa byggð og varð oft fyr­ir árás­um víga­manna frá Kongó í vestri sem vildu kom­ast yfir dýr­mætt gullið í henni. Námu­slys eru tíð og jafn­an ban­væn í Aust­ur-Kongó. Árið 2019 lét­ust 39 í svipuðu slysi í land­inu.

„Þetta slys verður að rann­saka til þess að kom­ast að því hvers vegna það varð,“ er haft eft­ir full­trúa stjórn­valda í bæn­um Kamituga, þar sem slysið varð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert