Óttast að tugir hafi látist

Námuslys eru algeng í Kongó.
Námuslys eru algeng í Kongó. AFP

Talið er að hátt í 50 manns hafi lát­ist þegar gull­náma hrundi sam­an í aust­ur­hluta Kongós í gær. Gríðarleg rign­ing hef­ur verið á svæðinu. 

Slysið varð í Kivu-héraði, en héraðsstjór­inn Theo Ngwabi­dje seg­ir að flest­ir hinna látnu hafi verið ung­ir að aldri. Hann seg­ir að enn liggi fjöldi lát­inna ekki fyr­ir. Tveggja daga sorg­ar­tíma hef­ur verið lýst yfir í héraðinu og íbú­ar þess eru hvatt­ir til að aðstoða við að bera kennsl á hina látnu. 

Jean Nondo, íbúi Kivu sem varð vitni að slys­inu, seg­ir að aðeins einn þeirra verka­manna sem voru í námunni þegar hún hrundi hafi lifað af. Á sem er nærri námunni hafi yf­ir­fyllst í rign­ing­unni und­an­farna daga og flætt inn í námuna. 

Námu­slys, oft ban­væn, eru til­tölu­lega al­geng í óskráðum nám­um í Kongó, þar sem óvan­ir menn grafa djúpt eft­ir gullæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert