Pútín biðst afsökunar

Jafningjar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, situr fyrir framan Donald Trump …
Jafningjar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, situr fyrir framan Donald Trump kollega sinn. Skjáskot/Facebook

Vla­dimir Pútín, for­seti Rúss­lands, hef­ur beðið Al­eks­and­ar Vucic, for­seta Serbíu, af­sök­un­ar á færslu sem hátt­sett­ur rúss­nesk­ur emb­ætt­ismaður setti á Face­book og reitti Vucic til reiði. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un BBC um málið.

Maria Zak­harova, talsmaður rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, hafði deilt mynd af Vucic og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta í Hvíta hús­inu og skrifað við hana að það liti út eins og Vucic væri í yf­ir­heyrslu hjá Banda­ríkja­for­seta á mynd­inni; skoðun sem fleiri net­verj­ar hafa deilt.

„Ef þér er boðið í Hvíta húsið en stóll­inn þinn er eins og þú sért í yf­ir­heyrslu, þá ætt­irðu bara að sitja eins og á þess­ari mynd. Treystu mér,“ sagði Zak­harova og lét fylgja mynd af fót­leggj­um leik­kon­unn­ar Sharon Stone úr kvik­mynd­inni Basic Inst­inct.

Vu­vic var í Hvíta hús­inu ásamt for­sæt­is­ráðherra Kósóvó til að und­ir­rita sam­komu­lag sem fól í sér að Kósóvó og Ísra­el viður­kenndu hvort annað, og að Ser­bar flyttu sendi­ráð sitt í Ísra­el til Vest­ur-Jerúsalem, þótt for­seti Serbíu hafi reynd­ar dregið í land með það síðast­nefnda.

Vucic brást ókvæða við færslu Zak­harovu, en hún baðst sjálf af­sök­un­ar í síðustu viku og hef­ur Pútín nú gert það sömu­leiðis. Af­sök­un­ar­beiðnin var ekki op­in­beruð, en bæði serbneska for­sæt­is­ráðuneytið og skrif­stofa Rúss­lands­for­seta hafa staðfest að Pútín hafi beðist af­sök­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert