Sagaði af sér eigin hönd fyrir tryggingarfé

Konan sagði af sér höndina með vélsög.
Konan sagði af sér höndina með vélsög.

Slóvensk kona sem sagaði af sér eig­in hönd hef­ur verið sak­felld fyr­ir trygg­inga­svik. 

Ju­lija Adlesic, 22 ára, keypti sér fimm mis­mun­andi sjúkra­trygg­ing­ar á einu ári í aðdrag­anda slyss­ins, sem hún full­yrðir að hafi orðið þegar hún var við garðyrkju­störf. Hefði hún ekki verið sak­felld fyr­ir trygg­inga­svik hefði hún fengið eina millj­ón evra, því sem jafn­gild­ir um 160 millj­ón­um króna, úr trygg­ing­un­um fyr­ir hand­armissinn. 

Adlesic var hand­tek­in ásamt kær­asta sín­um og ætt­ingj­um á síðasta ári eft­ir að hún leitaði á sjúkra­hús hand­ar­laus fyr­ir neðan úlnlið. Sak­sókn­ar­ar þóttu fyr­ir dómi hafa sýnt fram á að hún og kær­asti henn­ar hefðu vís­vit­andi skilið hönd­ina eft­ir þegar þau leituðu á sjúkra­húsið til að tryggja að fötl­un henn­ar væri var­an­leg. Yf­ir­völd fundu þó hönd­ina í tæka tíð og var hún saumuð aft­ur á. 

Þá þótti einnig sannað fyr­ir dóm­in­um að kær­asti Adlesic hefði leitað að gervi­hendi á net­inu fá­ein­um dög­um áður en hönd­in var söguð af. 

Adlesic var dæmd í tveggja ára fang­elsi, en kær­asti henn­ar fékk þriggja ára fang­els­is­dóm. Þá fékk tengdafaðir Adlesic eins árs fang­els­is­dóm. 

Frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert