Tóku glímukappa af lífi

Navid Afkari var tekin af lífi í borginni Shiraz.
Navid Afkari var tekin af lífi í borginni Shiraz. Ljósmynd/Twitter

Írönsk stjórn­völd hafa tekið glímukapp­ann Navid Af­kari af lífi. Ýmsir þjóðarleiðtog­ar og mann­rétt­inda­frömuðir höfðu kallað eft­ir því að Navid yrði sýnd mis­kunn.

Navid, 27 ára, var dæmd­ur til dauða fyr­ir morðið á ör­ygg­is­verði í mót­mæl­um gegn yf­ir­völd­um árið 2018. Navid hélt því alla tíð fram að hann hefði verið þvingaður til að játa á sig morðið. 

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var á meðal þeirra sem biðluðu til ír­anskra stjórn­valda um að þyrma lífi glímukapp­ans. 

Fram kem­ur á BBC að Navid hafi verið hengd­ur í borg­inni Shiraz í suður­hluta lands­ins. Bræður Navids, Va­hid og Habib, voru dæmd­ir til 54 og 27 ára fang­elsis­vist­ar vegna sama máls. 

Á upp­töku úr fang­els­inu þar sem Navid var í haldi og lekið var til ír­anskra miðla má heyra hann halda því fram að hann hafi verið pyntaður. Þá hef­ur móðir hans sagt að syn­ir sín­ir hafi verið þvingaðir til að bera vitni hver gegn öðrum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert