Trump heimsækir Kaliforníu vegna eldanna

Horft yfir San Francisco fyrr í vikunni.
Horft yfir San Francisco fyrr í vikunni. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun heimsækja Kaliforníuríki í næstu viku, til að fá upplýsingar um gróðureldana sem geisa þar og mun víðar á vesturströnd Bandaríkjanna. Frá þessu greinir Hvíta húsið í tilkynningu.

Tugþúsundir fólks hafa þurft að flýja heimili sín í Kaliforníu, Oregon og Washington vegna gróðureldanna. 

Yf­ir­maður al­manna­varna í Or­egon, Andrew Phelps, hef­ur varað við því að fleiri tug­ir gætu lát­ist vegna eld­anna í rík­inu. Al­manna­varn­ir hafa staðfest að um 10% íbúa rík­is­ins hafi neyðst til að flýja eld­ana, en íbúa­fjöld­inn þar er alls um 4,2 millj­ón­ir. Hið minnsta fjór­ir hafa lát­ist af völd­um eld­anna í rík­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert