Fjöldagröf talin tengjast sértrúarsöfnuði

Lögregla á vettvangi kirkjusöfnuðarins þar sem 7 fundust látnir í …
Lögregla á vettvangi kirkjusöfnuðarins þar sem 7 fundust látnir í janúar. AFP

Yfirvöld í Panama hafa fundið fjöldagröf á sama svæði og sjö létust í janúar í því sem virðist hafa verið trúar- eða særingarathöfn. Lögregla telur að þeir sem fundust í fjöldagröfinni hafi verið pyntaðir og myrtir af sértrúarsöfnuði. 

Tíu voru handteknir í janúar, en þeir sem létust þá voru þunguð kona, fimm börn hennar og 17 ára gömul stúlka. Fyrr í september var leiðtogi söfnuðarins „Nýtt ljós Guðs“ handtekinn í tengslum við málið. 

Samkvæmt ríkissaksóknara Panama voru bein fólks fjarlægð úr fjöldagröfinni í dag. Ekki liggur fyrir hve margir voru í gröfinni né hvers kyn þeir voru. Fimm hafa verið handteknir og þremur börnum, á aldrinum 3 mánaða til 14 ára, hefur verið bjargað frá söfnuðinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert