Sá fimmti til að gagnrýna frumvarpið

David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AFP

David Cameron er fimmti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands sem stígur fram og gagnrýnir nýtt frumvarp sem felur í sér að ekki verður tekið tillit til ákveðinna hluta Brexit-samning Breta við Evrópusambandið.

Cameron segist hafa efasemdir um frumvarpið og telur að það eigi að vera neyðarúrræði ef brjóta skuli alþjóðlega samninga, að því er BBC greinir frá.  

Áður höfðu Theresa May og Sir John Major, fyrrverandi forsætisráðherrar úr röðum Íhaldsflokksins, gagnrýnt frumvarpið, sem og Tony Blair og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherrar Verkamannaflokksins.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir aftur á móti að frumvarp til laga um innri markað Evrópu feli í sér „mikilvæga löggjöf fyrir Bretland”.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert