Maria Kolesnikova, stjórnarandstæðingur í Hvíta-Rússlandi, hefur verið ákærð fyrir að grafa undan þjóðaröryggi í landinu.
Þessu greindu þarlendir embættismenn frá, að sögn BBC.
Þrjár konur hafa leitt stóra hreyfingu stjórnarandstæðinga í landinu en hún er sú eina sem hefur ekki farið í útlegð.
Kolesnikova er sögð hafa rifið vegabréfið sitt þegar yfirvöld reyndu að reka hana úr landinu.
Að minnsta kosti 100 þúsund manns hafa mótmælt á götum Hvíta-Rússlands síðustu fimm sunnudaga vegna forsetakosninganna í landinu en margir telja að úrslitunum hafi verið hagrætt.